is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42151

Titill: 
  • Hið auðmjúka sápustykki : hver er ábyrgð grafískra hönnuða á framsetningu auglýsingaefnis í siðferðislegu- og menningarlegu samhengi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sápa er hversdagsleg neysluvara sem flestir hafa prófað og hana má finna á flestum heimilum hins þróaða hluta heimsbyggðarinnar. Sápan á sér langa sögu í mörgum mismunandi samfélögum manna. Sápan hefur mörg andlit í þeirri merkingu að ekki er allt sem sýnist þegar rýnt er í sögu hennar. Sápan hefur bjargað mörgum mannslífum á tímum farsótta, en einnig valdið því að fólk hefur verið dregið í dilka og flokkað eftir útliti, hörundslit, kyni og efnahag. Fjallað verður um fyrirbærið sápuna út frá sögu hennar og þeim áhrifum sem hún hafði á samfélagið. Þá er athyglisvert að spyrja hvaða áhrif grafísk hönnun hafði á auglýsingaefni um sápuna og í hvaða myndum hún birtist hinum ýmsu hópum á mismunandi svæðum í heiminum. Útlit sápu og tilgangur hennar er augljós, en hefur líka vakið forvitni höfundar ritgerðarinnar og spurningar varðandi markaðssetningu hennar. Inntak ritgerðarinnar er ábyrgð grafískra hönnuða á framsetningu auglýsingaefnis í siðferðis- og menningarlegu samhengi. Efninu til stuðnings verður fjallað um fyrirbærið sápu frá því að hún kom fyrst á markað og ólíka merkingu sem fólk, þjóðir og mismunandi menning leggur í orðið hreinlæti. Í ritgerðinni styðst höfundur annars vegar við kenningar frá mannfræðingnum Mary Douglas um óhreinindi sem fyrirbæri sem er á óviðeigandi stað og hins vegar Rolands Barthes heimspekings og táknfræðings um hugtakið mýtur. Einnig er talað um hugtakið hreinlæti og hvernig það fléttast saman við önnur hugtök eins og veruhátt (e. habitus) og litahyggju (e. colorism). Þessi hugtök eru notuð til að auðvelda skilning á ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið auðmjúka sápustykki_Rakel Gróa Gunnarsdóttir_BA_2021.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna