Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42153
Þegar fólk heyrir minnst á „grafíska hönnun“ tengja flestir það strax við auglýsingar, söluvörur eða annars konar markaðssetningu. Birtingarmynd hennar umlykur okkur þó alls staðar í umhverfinu og án hennar væri heimurinn frekar tómlegur. Í þessari ritgerð verða hugtök eins og sjálfræði og kapítalismi skilgreind í þeim tilgangi að rannsaka togstreituna sem hefur myndast á milli þessara póla innan grafískrar hönnunar. Því verður kafað í forsendu og sögu fagsins, frá upphafi iðnbyltingar, til þess að komast að því hvernig þessi öfl hafa tekist á í gegnum tíðina og hvaða áhrif það hefur haft á fagið. Við rannsókn ritgerðarinnar var rætt við Guðmund Odd Magnússon (Godd), listamann og heiðursprófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, Hrefnu Sigurðardóttur, grafískan hönnuð og fagstjóra grafískrar hönnunar við Listaháskóla Íslands ásamt því að heimsækja samskiptastofuna Aton JL og Fúsk í Gufunesi þar sem ólíkum spurningum sem varða viðfangsefnið var svarað. Að endingu verður fjallað um þá grafísku hönnuði sem hefur tekist að fóta sig sem sjálfráða grafískir hönnuðir í samfélaginu – hvernig þeim tókst það og hvað þeir gerðu öðruvísi. Ritgerðin leiddi til þeirrar ályktunar að markaðssetning er stærsti hluti grafískrar hönnunar og mun koma til með að vera það svo lengi sem kapítalismi er ríkjandi efnahagskerfi samfélagsins. Það liggja þó möguleikar í því að vinna með tiltekið kerfi og fóta sig innan þess – því það er ómögulegt að hafna kapítalismanum algjörlega.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA LOA YONA_SKILA.pdf | 655,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |