is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42156

Titill: 
  • Utangarðs : um rými ójöfnuðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um heimilið sem rými félagslegs ójöfnuðar. Leitast er við að sýna fram á samspil þess samfélagsstrúktúrs og arkitektúrs sem myndar umgjörðina sem við köllum heimili í daglegu tali. Öll þurfum við einhvers staðar að eiga heima. Samt sem áður er upplifun fólks innan þeirra rýma sem það dvelur í mjög misjöfn, bæði eftir valdastöðu einstaklings innan heimilisins og jafnframt innan þess samfélags sem hann tilheyrir. Þessi valdasambönd eru skoðuð í samhengi við sögu híbýlahátta á Íslandi og kenningar heimspekingsins Hönnuh Arendt um valdabreytingar innan nútímavæðingar. Þá er kenningum landafræðingsins David Harvey um ójafna landfræðilega þróun beitt til að varpa ljósi á umrætt valdamisræmi. Ennfremur eru skrif borgarskipulagsfræðingsins Peter Marcuse og félagsfræðingsins David Madden höfð að leiðarljósi við greiningu á samtímaheimildum um fasteignamarkaðinn á Íslandi. Þessi samþætting sögulegra heimilda og kenninga fræðimanna skýrir þá þróun sem hefur orðið á eðli heimilisins, sem snýr einkum að því hvernig auðvaldið hefur fangað og hagnýtt sér húsnæðisferlið. Undir fjármálakapítalisma hafa hagnaðarforsendur slíkra ferla náð yfirhöndinni yfir raunverulegu notagildi húsnæðis sem dvalarrými en með því hefur hlutverk mannvirkis sem fjárfesting forgang yfir allar aðrar kröfur sem gerðar eru á húsnæðið. Þá eru örlög utangarðsmannsins og hugmyndin um utangarð miðalda, rými hinna hættulegu afla, notuð sem tákn um þann veruleika sem kann að blasa við þeim sem falla utan við garðinn; þau sem ekki eru virkir þátttakendur í ferlum umframvirðisframleiðslu og undirokunar eiga á hættu að verða útilokuð. Vandi þeirra sem glíma við húsnæðiserfiðleika er ekki merki um kerfisbilun, heldur birtingarmynd kerfis sem virkar rétt eins og því er ætlað. Undir slíkum skilyrðum mun félagslegur ójöfnuður aðeins ágerast í tíma og rúmi. Svo lengi sem samfélagið er byggt á misskiptingu auðs og valds, verður heimilið bæði valdatæki og vettvangur undirokunar.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42156


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorhildur.Bryndis_Utangards_Um.rymi.ojofnudar.pdf2,83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna