Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42157
Í ritgerðinni er hönnunar- og listgildi handavinnu og handverks rannsakað í fortíð og samtíma. Kafað er í sögu handavinnu á Íslandi og þá sérstaklega tengingu hannyrða og handavinnu við heimilisverk húsmæðra snemma á 20. öld en handavinna á borð við útsaum, prjón, hekl, saum og vefnað á sér langa sögu hérlendis. Mörg verk hafa verið metin til alþýðulistar og verður alþýðulist hér á landi sérstaklega tekin fyrir og skilgreind. Hugtökin hönnun, handverk, föndur og list koma oft við sögu, en skilgreining þeirra er oft bundin persónulegu mati fólks svo dregnar eru fram fræðilegar skýringar málefninu til stuðnings. Rætt er við Ástu Gísladóttur handverkskonu, húsmóður og fyrrum nemanda í Húsmæðraskólanum. Hún greinir frá reynslu sinni sem nemandi í Húsmæðraskólanum ásamt því að lýsa lífi sínu sem húsmóðir í lok 20. aldarinnar. Þegar rætt er um handavinnu og listgildi hennar er óumflýjanlegt að velta fyrir sér hvort kyn þess sem stundar handavinnu skipti máli. Út frá vangaveltum um hin stöðluðu kynjaskipti innan handavinnuheimsins er rætt við listamanninn Loja Höskuldsson, en útsaumur af ýmsu tagi er einmitt ríkjandi í verkum hans. Hann greinir frá upplifun sinni sem karlmaður sem stundar kvenlægar listir, upphaf áhugans á útsaumi og þau viðbrögð sem hann hefur fengið sem karlmaður á því sviði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerd.Katla.pdf | 6.25 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |