is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42158

Titill: 
  • Hvert á hún rækjur sínar að rekja? : myndheimur brauðtertunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari lokaritgerð er brauðtertan skoðuð sem skrautmunur og myndheimur hennar út frá samhengi hönnunar. Myndheimur í brauðtertuskreytingum er afmarkaður og hefur nánast haldist óbreyttur frá tilkomu brauðtertunnar til Íslands fyrir um 70 árum. Þessi sami myndheimur og mótíf hafa sprottið upp kollinum um allan heim í mismunandi formi, allt frá útsaumi yfir í arkitektúr. Þar sem lítið hefur verið fjallað um tengsl matarlistar og hönnunar er leitast við við að varpa ljósi á þetta samspil og greina hefðir brauðtertugerðar út frá hönnun, handverki og alþýðulist. Fyrst eru færð rök fyrir fagurfræðilegu gildi matar, bæði framreiðslu og bragðs. Matur verður síðan skoðaður út frá miðlun hans og menningarlegri stöðu. Flúr (e. ornaments) verða síðan sérstaklega tekin fyrir. Brauðtertuskreytingar og flúr eiga það sameiginlegt að sækja í sama hugarheim. Upplýsingar, fagurfræðilegt gildi, merking, alþýðulist og menningararfur í flúrum er tekinn til umfjöllunar í samhengi sögu, myndheims og birtingarmyndar brauðtertunnar í nútímanum. Að lokum er brauðtertuskreyting greind út frá hefðum í grafískri hönnun og flúrum þar sem sýnt verður fram á tengsl þessa greina með samanburði á myndefni. Ritgerðin varpar upp spurningum um hvaðan myndheimur brauðtertuskreytinga kemur og hvað hann getur lært af sögu og þróun hönnunar. Niðurstaðan er sú að brauðtertuskreytingar sækja í sammanlegan myndheim flúrs, sem sækir innblástur í náttúruleg myndefni og abstrakt form.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
asdis.hanna.gunnhildar.gudnadottir.pdf36,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna