is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42162

Titill: 
  • Rauðu riddararnir : grafísk ásýnd knattspyrnufélagsins Liverpool
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Knattspyrna hefur fylgt manninum frá örófi alda og hefur skilið eftir sig menningararf sem teygir sig um allan heim, og þá sérstaklega í Englandi. Í þessari ritgerð er fjallað um grafíska ásýnd enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Horft er fyrst og fremst til tveggja lykilþátta, skjaldarmerki liðsins og rauðan einkennislits þess. Þessir þættir eru grunnstoð ásýndarinnar og hafa keðjuverkandi áhrif á allt annað tengt henni. Það er hins vegar ekki hjá því komist að fjalla einnig um heimaborg liðsins, Liverpool-borg. Fjallað er um aðdragandann að stofnun félagsins og manninn sem var þar í fararbroddi, John Houlding. Áður en rekin verður tæplega 130 ára þróunarsaga Liverpool merkisins er stutt kynning á skjaldarmerkjafræði þar sem skoðað er uppruni skjaldarmerkja og grunnreglur þeirra. Merkin sem Liverpool hefur notast við eru tíu talsins. Hvert og eitt merki markar ákveðin tímamót hjá félaginu, bæði góð og slæm. Merkin eru skoðuð út frá táknfræðilegu og hönnunarlegu samhengi með sögu liðsins til hliðsjónar. Í lok kaflans verður fjallað um breytt landslag merkja en tilkoma stafrænna miðla hefur haft mikil áhrif á merki, og knattspyrnufélögin eru engin undantekning þar. Liðið sem er oft þekkt sem rauðu riddararnir skartar lit nautaatsins og blóðsins. Einkennislitur félagsins er skoðaður í sálfræðilegu ljósi þar sem horft er til sambands rauða litarins og íþrótta, og karlhormónið testósterón. Einnig er liturinn skoðaður í sögulegu samhengi með áherslu á öfl og völd. Liturinn á sér langa sögu tengda stríði og hefur oft komist til valda í margvíslegum skilningi. Til að setja allt framangreint í hönnunarlegt samhengi, verður að lokum merki og mörkun skoðuð með hliðsjón af sögunni sem býr þar að baki.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur.BA.Ritgerð.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna