Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/42163
Mikið er lagt upp úr því að allir fái notið sín í íslensku menntakerfi. Markmiðið er að veita gæðamenntun án nokkurrar mismununar. Sú stefna hefur gengið undir tveimur nöfnum, menntun án aðgreiningar eða skóli án aðgreiningar. Stefnan gerir auknar kröfur um menntun og fjölhæfni starfsfólks skólasamfélagsins. Sérstaklega er athyglisvert að skoða hvaða þýðingu hún hefur fyrir tónlistarskóla og hvaða lærdóm má draga af reynslu og viðhorfi skólasamfélagsins til stefnunnar. Skoðaðar voru skýrslur sem gerðu úttekt á framkvæmd stefnunnar á Íslandi. Þá var einnig stuðst við önnur gögn sem hafa mótað það umhverfi sem skólasamfélagið býr við í dag. Svo sem lagasetningar, aðalnámskrár, alþjóðasamþykktir, kjarasamninga og fleira. Helstu niðurstöður eru þær, að skilgreina þarf betur og samræma hugtök sem skólasamfélagið notar í framkvæmd stefnunnar og umfjöllun sinni um hana. Almennt er skoðunin sú að stefnan um menntun án aðgreiningar sé ekki orðin föst í sessi í grunnmenntun kennara og þjálfunin sem kennarar fá ekki talin falla vel að stefnu ríkis og sveitarfélaga um menntun án aðgreiningar. Hlutverk tónlistarskóla innan stefnunnar er óskýrt og geta tónlistarskólanna til að starfa samkvæmt stefnunni vafasöm miðað við núverandi menntunarkröfur.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð til B.Mus. Ed.-prófs í klassískri söng- og hljóðfærakennslu. Haukur Þórðarson.pdf | 350.93 kB | Open | Complete Text | View/Open |