is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42164

Titill: 
  • Arkitektúr og heilsa : getur arkitektúr stuðlað að betri heilsu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flest verjum við stærstum hluta lífs okkar í byggðu umhverfi. Arkitektúr skapar það umhverfi þar sem okkar daglega líf fer fram og er því óhjákvæmilegt að verða fyrir áhrifum af því á lífsleiðinni. Jarðarbúum fjölgar ört og þétting byggðar eykst. Ýmis heilsufarsleg vandamál hafa komið upp í heiminum seinustu áratugi sem mögulega væri hægt að sporna gegn með vel úthugsuðum arkitektúr. Mikilvægt er að arkitektar nútímans hugi að þáttum í hönnun sinni sem áhrif hafa á heilsu fólks – andlega sem líkamlega. Náttúran er hluti af okkur og er hún ómissandi þáttur í arkitektúr. Það er manninum eðlislægt að þrá tengingu við náttúruna í okkar daglega umhverfi hvort sem það er í formi dagsbirtu, gróðurs eða efniviði svo eitthvað sé nefnt. Ýmsar áhugaverðar rannsóknir hafa verið gerðar víða um heim á þessum áhrifaþáttum í hönnun bygginga og umhverfis en fjallað er um nokkrar niðurstöður í ritgerðinni. Niðurstöðurnar birtast ýmist í jákvæðum afleiðingum á andlegu hliðina ásamt því að styrkja ónæmiskerfi hjá borgarbúum. Saga byggingarefna á Íslandi er skoðuð og hvernig heilsa íbúa hefur farið batnandi með tímanum. Dagsbirtan er ekki síður mikilvæg en hefur hún áhrif á hormónastarfsemi líkamans. Náttúruleg birta er okkur nauðsynleg og rýmin þurfa að grípa sem mest af henni þegar tækifæri gefst til. Vel hannaðar byggingar geta haft í för með sér ýmsan heilsufarslegan ávinning. Hægt er að stuðla að færri veikindadögum, auknum afköstum og hamingjusamara lífi. Ætti það að vera skylda allra arkitekta að nýta sér þekkingu sem nú þegar er til staðar og eykst stöðugt með rannsóknum víða um heim á hönnun bygginga og þéttingu byggðar.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42164


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arkitektúr og heilsa - Sól Elíasdóttir.pdf8.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna