is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42165

Titill: 
  • Kolefnishlutlausar byggingar : staða og framtíðarsýn í íslensku samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við stöndum öll frammi fyrir þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar munu hafa á okkur. Við þurfum öll að standa saman til að ná tökum á þeim skelfilegu afleiðingum sem þær munu hafa á okkur. Mörg ríki heims, Ísland þar á meðal, hafa gripið í taumana og sett sér markmið um kolefnishlutleysi fyrir ákveðinn tíma til að hækkun á hitastigi jarðar fari ekki yfir 1,5°C. Vert er að skoða byggingar í þessu samhengi því byggingariðnaðurinn er valdur af um það bil 39% af heildarlosun í heiminum. Mikilvægt er að minnka losun frá þessum geira ásamt því að binda kolefnið í andrúmsloftinu við jörðu. Kolefnishlutleysi er í grófum dráttum jafnvægi á milli losunar og bindingar kolefna og á við um alla anga samfélagsins en í þessari ritgerð verður kolefnishlutleysi bygginga skoðað almennt og sett í samhengi við það sem hægt er að gera hér á Íslandi. Markmiðið er að komast að því hvort þær byggingar sem byggðar eru í dag á Íslandi séu þær byggingar sem við munum koma til með að halda áfram að byggja í framtíðinni eða hvort við þurfum að breyta venjum okkar til að ná kolefnishlutleysi.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42165


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolefnishlutlausar byggingar-Auður Ásta Brynjólfsdóttir.pdf431.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna