is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42166

Titill: 
  • Hið hannaða sjálf : sjálfið í verkum listamanna og nýting þess í hönnunarferli fatahönnuða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar er sjálfið í myndlist og hvernig má nýta það í hönnunarferli fatahönnuða. Sjálf er fyrirbæri sem hver og einn einstaklingur býr yfir og er fullkomlega einstakt fyrir hvern og einn. Sjálfið er flókið hugtak, þar sem það er í raun ósýnilegt, og hefur verið rætt í þaula í gegnum tíðina af fjölda heimspekinga og fræðimanna allt frá því að heimspekingurinn John Locke setti fram kenningar um aðgreiningu á líkama og sjálfi. Í myndlist hefur hugmyndin um sjálfið verið einnig könnuð af listamönnum og í þessari ritgerð verður sérstaklega rýnt í verk þriggja listakvenna af ólíkum uppruna og frá mismunandi tímum listasögunnar. Fjallað verður um listakonurnar Fridu Kahlo, Rebeccu Horn og Cindy Sherman og tvö verk eftir hverja og eina þeirra valin og sett í samhengi við kenningar um aðgreiningu á líkama og sjálfi. Þessi aðgreining er svo greind útfrá líkama sem framlengingu á hinu hlutlæga sjálfi í gegnum miðil fatnaðar. Að lokum er lærdómurinn tekinn saman og færður yfir á hönnunarferli fatahönnuða. Farið verður yfir verklega rannsókn úr hönnunarferli höfundar sem byggist á eigin sjálfi og rýnt er í þrjár tilraunir sem settar eru í samhengi við verk listakvennana þriggja og sjálfið. Kenningar Van Genneps um jaðartíma eru settar fram í samhengi við tannréttingarferli þar sem það ferli hefur haft mikil áhrif á sjálf höfundar og er það megin innblástur hönnunarrannsóknarinnar. Helstu niðurstöður liggja í því hvernig líkami er framlenging á sjálfi og fatnaður framlenging á líkama og rætt er hvernig sú kenning birtist í verkum listakvennana þriggja og eigin rannsón.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-Tekla Ingibjartsdóttir.pdf26.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna