Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42167
Fjólublár er litur hámenningar og lúxus en til að vita hvernig hann fékk þær nafngiftir er vísað í sögu heimsins. Í þessari ritgerð er fjallað um fjólubláa litinn í sögulegu og merkingarlegu samhengi. Í upphafi ritgerðar er saga litarins skoðuð en liturinn hefur haft sterka táknræna merkingu frá því löngu fyrir fæðingu krists. Liturinn kemur fram í trúarlegum ritum og sögum af keisurum Rómarveldis en var enduruppgötvaður um miðja nítjándu öld. Þá hófst önnur tískubylgja meðal hástéttarinnar í Vestur Evrópu. Liturinn ber með sér mikinn glæsibrag og var lengi vel sterkt stöðutákn en hefur þróast í gegnum árin. Farið er einnig yfir notkun fjólublás í poppkúltúr, í tónlist, myndasögum og vörumerkjum þar sem koma má auga á ný mynstur og hefðir sem hafa myndast. Dæmi eru tekin um upplifun manna á fjólubláa litnum í gegnum söguna, allt frá Júlíus Sesars til barnanna á hrekkjavöku, hvernig hann varð litur illmenna og trúarlega notkun hans. Alveg fram í nútímann hefur fjólublár haldið í tengingu sína við hámenninguna og er hann notaður í dag til þess að merkja gæði og lúxus. Það eru ekki nema tvöhundruð ár frá því að fjólublá litarefni urðu aðgengileg almenningi þannig möguleikinn á því að merking litarins muni breytast enn frekar er enn til staðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
johannajohannsdottir_fjolublar_2021.pdf | 12,94 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |