is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42169

Titill: 
  • Hampsteypa : úr íslenskum hráefnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Byggingariðnaðurinn, eins og við þekkjum hann í dag, ber ábyrgð á um 38% af allri orkutengdri losun koltvísýrings á heimsvísu. Þar sem loftslagsbreytingar eru nú staðreynd, og flest fólk meðvitað um, er endalaust verið að þróa efni og leiðir til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum. Horft er á náttúruleg (e. bio based) byggingarefni sem hluta af lausninni þar sem plöntur fanga koltvísýring (CO2) úr andrúmsloftinu þegar þær vaxa. Þær geyma það nær allan líftíma efnisins, nema ef þau eru urðuð eða brennd. Hægt er að rækta lífræn byggingarefni og vinna á sjálfbæran hátt sem í lok æviskeiðs byggingar verða endurnýtanleg, endurvinnanleg eða niðurbjótanleg. Plöntur eru því hin fullkomna kolefnisgeymsla og byggingarefni, hér kemur hampsteypan sterk inn. Hampurinn dregur í sig meira kolefni en tré gera á hvern ræktaðann hektara. Þau geyma það allan sinn líftíma og allan þann tíma sem hann er notaður í efni. Hampsteypa er lífrænt byggingarefni og ég trúi því að hún verði hluti af framtíðar byggingarefnum, en byrjað er að nota hana víða erlendis. Því spyr ég, ætli hægt sé að gera hampsteypu úr íslenskum hráefnum? Í ritgerðinni verða kannaðir eiginleikar hampsteypunnar og notagildi hennar og verður einblínt á blöndu úr íslenskum hráefnum. Tekið var viðtal við Loga Unnarson Jónsson til að fræðast um stöðu mála á Íslandi. Eins og er þá eru ekki komnar neinar haldbærar niðurstöður. Það skýrist fljótt því Logi ásamt Eflu verkfræðistofu vinna hörðum höndum að rannsóknum á efninu og hvort hampsteypan standist íslenskar aðstæður. Við sem arkitektar verðum að huga betur að því hvaða efni eru notuð í hinu byggða umhverfi og hvaða efni við viljum búa í samlífi með.
    Með þessu áframhaldi getum við sem þjóð orðið sjálfbærari með okkar eigið náttúrulega byggingarefni, orðið í fararbroddi og vísað veginn í átt að hreinni, verðmætari og betri framtíð fyrir okkur sjálf en þá sérstaklega fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Það er mikilvægt fyrir allt lífríki á jörðinni. Við sem arkitektar þurfum að hugsa hvernig heim við viljum skapa. Þar skiptir efnisnotkun gríðarlega miklu máli.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hampsteypa úr íslenskum hráefnum-Katrín Eir Kjartansdóttir-2021..pdf36.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna