is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42173

Titill: 
  • Spírall : rannsókn á Gullna sniðinu í uppbyggingu dægurlaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni ritgerðarinnar sem hér fylgir er rannsókn á notkun Gullna sniðsins í uppbyggingu dægurlaga. Markmiðið var að bera saman hlutföll Gullna sniðsins við dæmigerða uppbyggingu á dægurlögum (vers – viðlag – vers – viðlag – brú – viðlag). Í rannsókninni voru valin 100 fjölbreytt dægurlög frá 1960-2021 af handahófi og borið hlutföll þeirra saman við gullna sniðið. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir fræðilegan bakgrunn, hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á notkun Gullna sniðsins í gerð tónlistar og þá aðalega í uppbyggingu á Sónötu forminu. Næst er farið yfir aðferðafræði rannsóknarinnar, hvaða aðferðir og jöfnur voru notaðar til þess að skoða hvort mætti finna hlutfallslega tengingu milli uppbyggingu laganna og Gullna sniðsins. Með rannsókninni reyni ég að finna út hversu hlutfallslega lík lögin eru í uppbyggingu og ber þau síðan saman við Gullna sniðið. Ályktunin er að brúarkafli laganna á sér stað í kring um 0.618 haf heildar lengd lagsins. Í niðurlagi ritgerðarinnar fer ég yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar og fer yfir þau gögn sem ég aflaði mér úr henni. Útkoman Rannsóknarinnar kemur skemmtilega á óvart og sýnir fram á skemmtilega hlutfallslega tengingu milli 100 ólíkra dægurlaga. Að lokum er velt yfir hugmyndum stuttu máli hvernig hægt væri að stækka eða fara lengra með rannsóknina í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spírall, Rannsókn á Gullna sniðinu í uppbyggingu dægurlaga.pdf776.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna