is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42177

Titill: 
  • Minjagripir gullaldar : nýtt líf í gömlum síldarverksmiðjum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Yfirgefnar byggingar verða að gluggum inn í fortíðina, áminning um að líf átti sér stað. Á 20. öld risu margar síldarbræðslur við strendur Íslands, síldariðnaðurinn og uppbyggingin sem varð í kringum hann varð til mikilla hagsbóta fyrir þjóðina um skamma hríð. Síldin var kölluð silfur hafsins og verksmiðjubyggingarnar endurspegluðu verðmætin sem fólk sá í henni. Nýtt byggingarefni hafði nýverið komið fram á sjónarsviðið á þessum tíma, steypan, sem gaf færi á stórtækari byggingarframkvæmdir en áður hafði þekkst hér. Steypan varð þó langlífara heldur en síldarævintýrið og þegar síldin hvarf af miðunum stóðu steypuskeljarnar tómar eftir. Í þessari ritgerð verða síldarverksmiðjurnar á Djúpavík, Ingólfsfirði og Hjalteyri skoðaðar í tenglsum við hugtökin staðarandi og aðlögunarhæf endurnotkun (e. adaptive reuse). Við upplýsingaöflun voru tekin viðtöl við þá einstaklinga sem koma að varðveislu þessarra bygginga og nýtingu. Þessi stóru mannvirki setja mikinn svip á bæjarfélögin þar sem þau standa og byggingarsaga þeirra og notkun blandast saman í áhugaverða tilvist þar sem þær hafa staðið í að verða hundrað ár og voru stærstu steinsteyptu byggingar Íslands þegar þær voru reistar. Byggingarnar eru þó aðeins í notkun vegna umhyggju og áhuga þeirra einstaklinga sem hafa tekið það að sér að gera þær upp. Í dag hefur listastarfsemi tekið rýmin undir sig á tveimur stöðum og gefið þeim nýtt líf.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Emilia_BA_Ritgerð.pdf18.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna