Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42181
Kvikmyndin Dýrið var frumsýnd á Cannes í Frakklandi 13.júlí 2021. Dýrið hefur frá því hún var frumsýnd vakið mikla athygli um allan heim og unnið til ótal verðlauna. Á Cannes vann Dýrið meðal annars verðlaun sem frumlegasta myndin. Myndin nær með sínum frumleika að vekja upp allskyns spurningar hjá áhorfandanum og ótal greinar hafa verið skrifaðar um mismunandi túlkanir á þessari kvikmynd.
Í þessari ritgerð verður fjallað um kvikmyndina Dýrið og hvert mitt hlutverk í myndinni var. Það fólst meðal annars í umsjá og þjálfun dýranna sem leika mörg hver stór hlutverk í myndinni, einnig leikmyndagerð og brúðugerð. Reynt verður að varpa ljósi á þær siðferðislegar spurningar sem kvikna þegar unnið er með lifandi dýr og tekið verður asninn Balthazar sem dæmi úr kvikmynd Robert Bresson. Til þess að svara þessum spurningum verður stuðst við fræðigreinar, umfjöllun um kvikmyndina og viðtal við leikstjórann.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helgi Jóhannsson. Ég og Dýrið.pdf | 2.48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |