Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42182
Hyperpop er nýlega skilgreind tónlistarstefna sem á uppruna sinn í Lundúnum. Tónlistin þykir framsækin og hefur verið fjallað um hana sem framtíð tónlistar. Á sama tíma hefur einnig verið fjallað um að fjórða iðnbyltingin sé framtíðin. Er hyperpop afleiðing fjórðu iðnbyltingarinnar? Í þessari ritgerð verður farið yfir hvað felst í iðnbyltingum, hverjar skilgreiningar þeirra eru og hvernig hljóðritun hefur þróast í gegnum byltingarnar. Einnig verður fjórða iðnbyltingun skoðuð sér, helsta tækni og tenging hennar við transhumanisma. Hugmyndir um heildarheima tónlistarmanna verða einnig skoðaðir, það er að segja þegar hönnun og tónlist mætast og skapa heima. Því verður farið yfir hvað felst í því að skapa heildarheima í kringum tónlist í sögulegu samhengi. David Bowie og Björk verða tekin fyrir sem dæmi. Að lokum verður fjallað um skilgreiningu á hyperpoppi og uppruna þess. Að lokum verður heildarheimur tónlistarkonunar SOPHIE borinn saman við fjórðu iðnbyltinguna og transhumanisma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jón Sölvi Walderhaug Eiríksson BA.pdf | 2,64 MB | Lokaður | Heildartexti |