Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42183
Í þessari ritgerð verða áhrif tækni á handverk rannsökuð, sér í lagi opinn vél- og hugbúnaður (e. open source) sem verkfæri fyrir handverk. Á internetinu hafa skapast samfélög sem vinna að því að gera vél- og hugbúnað aðgengilegan, betri, notendavænni og opinn. Það þýðir að hver sem er getur fundið tölvu teikningar, forritunar-kóða á netinu til þess að búa til, til dæmis verkfæri svo sem þrívíddarprentara.
Þrívíddarprentarar, CNC fræsarar og laser skerar eru þökk sé þessum internet samfélögum orðnir aðgengilegir og ódýrir. Upphaflega var þessi tækni einungis á snærum stórra verksmiðja en nú með útrunnum einkaleyfum og upplýsingaflæðinu á netinu er það að breytast.
Farið verður yfir hvernig handverk er skilgreint, ásamt því hvernig viðhorf til þess hefur breyst og hvaða tækni hefur haft áhrif á þær breytingar. Einnig verður farið yfir hvernig handverksmenn í samtímanum vinna og hvernig það gæti breyst í framtíðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArngrimurGudmundsson.pdf | 627.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |