Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42184
Skipulag borga getur að mörgu leyti stýrt athafnamynstri daglegs lífs með því að skapa umgjörð, hvetjandi eða letjandi, fyrir athafnir og félagsleg samskipti borgarbúa. Upplifun kynjanna í borgarrýminu er að mörgu leyti ólík. Samfélagsleg kynjuð norm og rótgróið kerfislægt kynjamisrétti, sem oft leynist undir yfirborðinu, gerir það að verkum að mun stærri hluti kvenna en karla um allan heim upplifa sig óöruggar í borgarrýminu. Hingað til hefur það að mestu leyti verið á færi karla að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi borgarskipulag og svo virðist sem þeir karlar hafi oftar en ekki gengið út frá því að þeirra eigin sjónarhorn sé hið eina rétta. Almenningsrými eru ekki hlutlaus og hönnun þeirra hefur mikil áhrif á upplifun og öryggi kvenna. Þau endurspegla oft á tíðum það kynjaða valdaójafnvægi sem verið hefur við lýði hingað til. Þar sem konur geta ekki lifað í stöðugum ótta allsstaðar verða þær á einhvern hátt næmari fyrir umhverfi sínu þegar kemur að því að greina hættulegar aðstæður og virðast jafnvel þróa með sér einhverskonar innbyggð huglæg kort yfir örugg og óörugg almenningsrými. Dæmi eru um að borgir hafi innleitt kynjasamþættingu í borgarskipulagi sínu og hefur það sýnt sig að það hefur haft jákvæð áhrif á upplifun kvenna í almenningsrýminu. Staðreyndin er einfaldlega sú að þegar konur koma ekki að skipulaginu, þá er skipulagið ekki fyrir konur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eru_borgir_fyrir_konur_HeidaSigrun.pdf | 308.43 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |