is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42185

Titill: 
  • Sjálfbærari framtíð fataiðnaðarins : frá lúpínu til bioplasts
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Upphaf verkefnisins má rekja til löngunar hönnuðar að vinna umhverfisvænan textíl. Þar sem fataiðnaðurinn er næst mest mengandi iðnaður í heimi á eftir olíuiðnaðinum, þá er eftir miklu að slægjast þegar kemur að því að finna umhverfisvænni leiðir til fata framleiðslu. Ljóst er að markaðurinn kallar á slíkar lausnir og alveg víst að þau fyrirtæki sem ekki taka umhverfismál, sjálfbærni og hringrásarhagkerfið alvarlega eiga sér ekki langa framtíð.
    Í fyrstu gekk hugmyndin út á að nýta lúpínu sem vex villt í íslenskri náttúru. Fljótlega í ferlinu kom í ljós að lúpína hentar ekki sem uppistöðuefni þar sem trefjar hennar eru of stuttar. En í ritgerðinni er farið yfir rannsóknir höfundar þar sem prófaðar voru mismunandi leiðir til að vinna lúpínu. Ferlið leiddi það af sér að notast var við bioplast sem uppistöðu efni en það lofar góðu fyrir aukna sjálfbærni í tískuiðnaðinum. Bioplast er unnið úr náttúrulegum efnum og hefur því ekki neikvæð áhrif á umhverfið þegar slíkt efni er notað auk þess sem það eyðist upp í náttúrunni án nokkurrar neikvæðra áhrifa. Nokkrir hönnuðir hafa hannað úr bioplasti með áhugaverðum árangri og fjallað er um nokkrar slíkar tilraunir í ritgerðinni. Niðurstaða höfundar er að miklir möguleikar eru á frekari þróun bioplast í textílgerð hvort sem er sem uppistöðu efni eða sem efnishluti í skraut, pallíettur perlur og svo framvegis.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eydiselfaornolfsdottir.pdf5.56 MBLokaðurHeildartextiPDF