is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42187

Titill: 
  • Söngleikir á Íslandi - Deleríum Búbónis (1959) og Leg (2007)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um söngleiki á Íslandi og hvernig þeir hafa þróast. Til þess er litið til tveggja íslenskra söngleikja sem voru samdir með 48 ára millibili. Skoðað er upphaf söngs í leikhúsum í Grikklandi til forna og hvernig upphaf söngleikjaformsins má rekja til verks að nafni The Beggar‘s Opera eftir John Gay. Upphaf söngleiksins á Íslandi er þá skoðað en söngur hafði fylgt leikhúsverkum alveg frá upphafi. Með komu dönsku vaudeville verkanna og söngvaleikjanna fór svo sannarlega að verða glatt á hjalla. Í ritgerðinni eru tveir íslenskir söngleikir frá mismunandi tímum skoðaðir og greindir. Annarsvegar Deleríum Búbónis eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni og hinsvegar Leg eftir Hugleik Dagsson með tónlist eftir Davíð Þór Jónsson og aðra meðlimi hljómsveitarinnar Flís. Söngleikirnir eru síðan bornir saman og greint frá hvað er sameiginlegt með verkunum tveimur og hvað ekki. Lög í báðum söngleikjunum passa vel inn í dægurlagamenningu þess tíma. Í Deleríum Búbónis eru lögin með ákveðnu djass ívafi en standa vel ein og sér sem dægurlög. Lögin í söngleik Hugleiks eru poppleg og minna mikið á söngleikjapopp þar sem mikið drama einkennir þau. Lögin í þeim söngleik hafa ekki náð eins miklum vinsældum og lög Jóns Múla og má það vera vegna þess hve vel þau eru vafin í söguþráðinn svo að þau standi ekki svo glatt sem sjálfstæð lög. Lög Jóns Múla eru ekki eins ívafin söguþræðinum; þau virðast vera samin sem hrein skemmtun og fleyta sögunni ekki eins mikið áfram.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Pétur Ernir Svavarsson.pdf1,86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna