Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42188
Farið verður yfir feril og merkjahönnun kvenna í grafískri hönnun á Íslandi sem lærðu og lögðu stund á fagið á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Í 25 ára afmælisriti Félags íslenskra auglýsingateiknara má sjá hverjir lögðu stund á grafíska hönnun á þeim tíma. Í því riti eru Ólöf I. Baldursdóttir, Anna Þóra Árnadóttir, Helga B. Sveinbjörnsdóttir, Fanney Valgarðsdóttir, Friðrika G. Geirsdóttir, Edda V. Sigurðardóttir, Þóra Sigríður Baldursdóttir, Þórhildur Jónsdóttir, Ólöf Árnadóttir, Þóra Dal Þorsteinsdóttir, Kristín Þorkelsdóttir og Hildur Steinþórsdóttir. Í hópinn bætast samtímakonur þeirra þær Ágústa Pétursdóttir Snæland, Helga Markúsdóttir, Gerður S. Ragnarsdóttir og Jóna Sigríður Þorleifsdóttir. Fjallað verður um þær sem voru afkastamiklar á sviði hönnunar, sumar í merkjahönnun og aðrar á öðrum sviðum líkt og umbúðahönnun. Í ritgerðinni verður saga þessara kvenna rekin allt frá Ágústu til Þóru Dal með sérstaka áherslu á merki, þar má nefna Landsvirkjun, Þjóðminjasafnið, Íslandsbanka og fleiri. Einnig verður fjallað um fyrirmyndir, í hverju þær þurftu að skara fram úr og hvað þær hefðu gert öðruvísi. Ritgerðin er að mestu leyti byggð á munnlegum heimildum vegna skorts á heimildum. Vil ég því færa viðmælendum mínum sérstakar þakkir fyrir viðtökurnar, án ykkar hefði þessi ritgerð ekki orðið að veruleika.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Þú þurftir að vera pínu rebel“.pdf | 13.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |