is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42189

Titill: 
  • Umbreyting skorsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari eru skoðaðar þrjár tilraunir sem tónskáld hafa gert til að endurhugsa og umbreyta hugmyndinni um skor og nótnaritun og hvaða áhrif það hefur á innihald verkanna. Fyrst er gerð grein fyrir því hvaðan hugmyndin um skorið og tilgang þess eins og við þekkjum það í dag er upprunnin, ásamt því hvernig það tengist hugmyndinni um tónverkið sem varð að þungamiðju tónsköpunar uppúr 19. öld. Þessar hugmyndir verða skoðaðar út frá hugmyndum heimspekingsins Lydiu Goehr og bókar hennar, The Imaginary Museum of Musical Works, sem og hugmyndum fræðimannsins Roland Barthes um dauða höfundarins. Eftir það eru skoðuð þrjú tónskáld sem fara afar mismunandi leiðir í framsetningu skorsins. Fyrst verða skoðuð verkin Pression fyrir selló og Guero fyrir píanó eftir tónskáldið Helmut Lachenmann. Í þeim verkum tilgreinir Lachenmann hvernig hljóðfæraleikarar eiga að hreyfa sig í stað hefðbundinnar nótnaritunar og hleypir þannig inn heimi nýrra hljóða sem áður fyrr höfðu verið falin. Næst er skoðað verkið A Dip in the Water eftir John Cage, sem inniheldur aðeins lista heimilisfanga sem þátttakendur eiga að fara á og hlusta, flytja eða taka upp. Verkið opnar tónlist út fyrir heim tónleikasalsins og hvetur þátttakendur til að hlusta á handahófskenndu hljóðin sem leynast í umhverfinu. Verkið er einnig borið saman við hugmyndir R. Murray Schafer um hljóðvistfræði (e. Acoustic ecology) og tilraunir Pauline Oliveros um djúphlustun (e. Deep listening). Að lokum er fjallað um verkið THIS IS WHY PEOPLE O.D. ON PILLS /AND JUMP FROM THE GOLDEN GATE BRIDGE eftir írska tónskáldið Jennifer Walshe þar sem flytjandi er beðin um að læra á hjólabretti og mynda sér ímyndaða hjólabrettaferð sem verður svo að hugarskori sem flytjandi notar við flutning á hljóðfæri sínu.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd_Orlygur.pdf558.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna