is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4219

Titill: 
  • Mælitæki á aðlögunarhæfni á starfsferli: þýðing, réttmæti og áreiðanleiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fræðimenn úr ýmsum áttum eru sammála um að aðlögunarhæfni er mikilvægur eiginleiki á nútímavinnumarkaði. Fólk á öllum aldri þarf að takast á við ýmsar fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar breytingar á náms- og starfsferli sínum. Rannsóknir benda til að þess aðlögunarhæfni sé lykilhugtak og lykilþáttur í viðhorfi og hegðun einstaklinga í óvæntum aðstæðum og breytingum.
    Hingað til hefur ekki verið til mælitæki sem hjálpar fólki að átta sig á aðlögunarhæfni á starfsferli en nýlega hófst alþjóðlegt vísindasamstarf um hönnun á slíku mælitæki (e. Career Adapt-Abilities Inventory, CAAI). Mælitækið byggir á hugsmíðakenningu Savickas. Í ritgerðinni er greint frá fyrstu rannsóknarniðurstöðum á aðlögunarhæfni á starfsferli á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika mælitækisins. Þýðing fór fram í nokkrum skrefum þar sem teymi sérfræðinga vann að sameiginlegri niðurstöðu. Því næst var könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli lagt fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum (N=491) á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Áreiðanleiki fimm undirkvarða mælitækisins reyndist vera ásættanlegur. Þáttagreining leiddi í ljós að á Íslandi greinast fjórir þættir aðlögunarhæfni hugtaksins en ekki fimm eins og upprunalega tækið gerir ráð fyrir. Niðurstöður rannsóknarinnar verða notaðar til áframhaldandi þróunar á mælitækinu hér á landi.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrunbirna_MA_loka_4_jan_fixed.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna