is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42198

Titill: 
  • Samskipti nemenda og kennara í tónlistarnámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginefni þessarar ritgerðar eru samskipti nemenda og kennara í tónlistarskólum hér á Íslandi og erlendis. Ég leitaði meðal annars heimilda í greinum eftir tónlistarfræðinginn Ian Pace og prófessor Helenu Gaunt en bæði hafa unnið fjölda rannsókna á sviði tónlistar og tónlistarmenntunar. Ég skrifa út frá minni reynslu, bæði sem nemandi og tónlistarkennari. Ég notaðist við ákveðna tegund starfendarannsóknar sem heitir lifandi menntafræðirannsókn til þess að hjálpa mér sem kennara að þróa mig í starfi. Ég notaðist við dæmisögur úr eigin lífi, lagði spurningakönnun fyrir nemendur og aflaði mér heimilda úr ritrýndum greinum þekkts menntafólks á sviði tónlistarmenntunar. Helstu niðurstöðurnar voru að 55% nemenda segjast upplifa öruggt námsumhverfi í íslenskum tónlistarskólum en það vekur upp spurningar um minnihlutann sem gerir það ekki. 20% þátttakenda lýstu sambandi sínu við kennara jákvæðu en 15% neikvæðu. Birtingarmyndir valds og valdamisbeitingar voru kannaðar, þá aðallega í breskum tónlistarháskólum og möguleg undirliggjandi kvenfyrirlitning. Það virðist sem valdamisbeiting sé raunverulegt vandamál í breskum tónlistarháskólum og að sumir kennarar misnoti aðstöðu sína við náið samstarf við berskjaldaða tónlistarnema. Veit kennarinn hvað er best fyrir nemandann og hver stýrir ferlinu í einkatímum? Það virðist vera að nemendur sjái kennarann sinn í dýrðarljóma og eigi erfitt með að horfa á hann gagnrýnum augum. Ég set spurningarmerki við hvort ungir nemendur hafi þroska til þess að horfa á tónlistarkennarann sinn gagnrýnum augum og þær greinar sem ég hef lesið taka undir það. Einnig kem ég inn á leynigarðinn, en þannig hefur þeirri einangrun sem tónlistarkennarinn vinnur oft í verið lýst af fræðimönnum. Í því ferli að vinna að þessari ritgerð þá sé ég kennarastarfið og sjálfan mig í nýju ljósi. Mér varð ljóst hvað kennarastarfið er fjölþætt og hversu auðvelt það er að falla í gryfju einangrunar í starfi. Mér finnst mjög líklegt að kennaramenntun verði krafa í tónlistarskólum í framtíðinni, því það virðist ekki vera nóg að vera „bara“ góður hljóðfæraleikari heldur þarf viðkomandi líka að vera góður kennari og það sé mjög erfitt nema með kennaramenntun. Ég hef líka lært að þó ég sé fjarri því að vera fullkominn kennari þá hafa þær greinar sem ég hef lesið og samtöl mín við leiðbeinandann minn veitt mér innblástur til þess að sjá hvað ég get gert betur og vaxið, bæði sem manneskja og kennari.

Samþykkt: 
  • 22.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti nemenda og kennara í tónlistarnámi - Tryggvi Þór Skarphéðinsson final RH.pdf337.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna