is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42202

Titill: 
  • Leiðsagnarmat : lykilaðferðir og beiting við tónlistarkennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um leiðsagnarmat og hugmyndafræði þess útskýrð lauslega. Farið er yfir fimm aðferðir til leiðsagnarmats og þær tengdar tónlistarnámi með dæmum. Gerð er grein fyrir markmiðum hverrar aðferðar og ávinning af notkun hennar. Einstaklingskennsla á hljóðfæri er sérstaklega tekin fyrir og aðferðir til leiðsagnarnáms kynntar með hana að leiðarljósi. Ritgerðin er unnin með það fyrir augum að yfirfæra aðferðir leiðsagnarnáms á tónlistarkennslu. Ritgerðin er að mestu unnin upp úr fræðilegum heimildum frá Heidi L. Andrade, Margaret Heritage, Dylan Wiliam og Nönnu Krístínu Christiansen og vísað er í fræðigreinar og skýrslur á sviði menntunar og sálfræði, máli til stuðnings. Einnig eru netheimildir notaðar til að skýra mál og benda á aðföng til nota við beitingu aðferða leiðsagnarmats. Leiðsagnarmat virðist vera hentug aðferð við kennslu á tónlist, bæði í hóp- og einstaklingstímum og aðferðir hennar veita kennurum og nemendum betri tól til þess að takast á við þær áskoranir sem koma í námi. Ávinningur af beitingu aðferða leiðsagnarmats við einstaklingskennslu á hljóðfæri virðist vera mikill en heimildir um samhengi þar á milli eru af skornum skammti. Sóknarfæri er því í rannsóknum á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðsagnarmat - Lykilaðferðir og beiting við tónlistarkennslu.pdf417.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna