Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42203
Tónlist hefur alltaf nýtt sér nýjustu tækni til hins ýtrasta og um miðbik 20. aldar átti sér stað bylting í tónlistarheiminum með tilkomu rafrænna tónlistarbúnaða. Nú til dags tökum við því sem gefnu að nota tölvur sem hjálpartæki í tónlist, allt frá hugmyndavinnu til sköpunar, hljóðritunar og tónleika svo fátt eitt sé nefnt. Í þessari ritgerð verður fjallað sérstaklega um einn anga tölvutónlistar; sú tónlist sem sköpuð er með hjálp gervigreindar. Rýnt verður í hvernig tækni gervigreindar gengur fyrir sig og sagt frá þeim atriðum sem gera hana að einu helsta miðlæga tóli margra stærstu tæknirisa samtímans. Stiklað verður á stóru um frumtilraunarverki á sviði tónlistar sem sköpuð er með gervigreind ásamt því að greina frá nýrri dæmum. Einnig verður vangaveltum um stöðu tónlistarfólks í sífellt breytandi tækniumhverfi varpað fram ásamt heimspekilegum hugmyndum um hvernig við sköpum tónlist, hvernig við verðum fyrir áhrifum annarra og hvernig við nýtum þann innblástur til þess að skapa eitthvað nýtt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Pall_Cecil_Lokaritgerð_BA-Notkun gervigreindar_sem hjalpartaeki_i_tonlist.pdf | 595,31 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |