is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42204

Titill: 
  • Þjóðsöngvar Norðurlandanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þjóðsöngvar eru tónverk sem yfirleitt eru unnin úr sálmum eða kvæðum. Þótt þeir heyrist ekki oft hefur hefðinni engu að síður verið haldið vel við enda þekkja allir sinn þjóðsöng. Þeir eru ákveðið sameiningartákn. Á okkar tímum eru þeir áberandi á íþróttaviðburðum en einnig eru þeir sungnir við sum hátíðleg tilefni. Hér verður fjallað um þjóðsöngva Norðurlandanna og þeir bornir saman. Um er að ræða þjóðsöngva Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Íslands. Markmiðið er að komast að því hvað greinir þá að og hvað það er sem þeir eiga sameiginlegt. Þjóðsöngvarnir eru taldir upp í aldursröð með greiningu tónlistarinnar og þýðingu kvæðanna. Í vinnslu þessarar ritgerðar skrifaði ég laglínur söngvanna niður í hljóðvinnsluforrit og fylgja þær með. Þar að auki þýddi ég söngtextana á íslensku og eru þýðingarnar einnig hér til hliðsjónar. Fyrst og fremst eru þær ljóðrænar svo ekki er alfarið um orðréttar þýðingar að ræða. Eins og gefur að skilja birtist þjóðsöngur Íslendinga eingöngu á móðurmálinu. Heiti á söngvum og einstökum nótum, söngtextar og merkingar um hljóðstyrk eða spilun verða skáletraðar. Tónlistarhugtök á ítölsku koma talsvert við sögu en þeim fylgir íslensk þýðing. Til þess að greina betur tónlistina hef ég útbúið töflu sem inniheldur helstu eiginleika þjóðsöngvanna og gerir samanburðinn skýrari. Auk aðstoðar veraldarvefsins hef ég til hliðsjónar tónlistarnótur með lagatextum úr bókinni National Anthems of the World (Þjóðsöngvar heimsins). Þjóðsöngvarnir sem um ræðir eiga margt sameiginlegt og hljóma líkir hver öðrum. Augljósasti munurinn er tungumálið, þótt þau norrænu séu flest náskyld. Innihald textans reyndist vera svipað en öllum fullyrðingum fylgir þó undantekning. Ef djúpt er lagt við hlustir og rýnt í verkin kemur vel í ljós hvað ólíkt er.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-STM-2022_Jón-Sigurður-Gunnarsson.pdf595,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna