is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42205

Titill: 
  • Castrati : söngur geldinga í sögulegu samhengi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í listformi óperunnar er ekki óalgengt að söngvarar bregði sér í hlutverk af gagnstæðu kyni. Ástæður fyrir þessari hefð eru margar og flóknar en ein skýring er sú að sum þessara hlutverka voru samin fyrir geldinga (ít. castrati). Geldingahefðin varð til á Ítalíu á 16. öld og lagðist af á 19. öld. Ungir drengir gengust undir aðgerð fyrir kynþroska til þess að halda í sópranrödd fram á fullorðinsár. Margradda kirkjutónlist kallaði á háar raddir í kórum en þar sem konur máttu ekki syngja í kirkjum þurfti að þjálfa drengi og karlmenn til þess að syngja efstu raddirnar. Geldingar tryggðu stöðuga mönnun í kórunum, en falsettusöngvarar störfuðu áfram samhliða geldingum í kirkjukórum. Geldingar urðu ráðandi á óperusviðinu í Evrópu á 18. öld þegar ítalska óperuformið opera seria náði mikilli útbreiðslu innan álfunnar. Í dag eru það oftast mezzo-sópranar eða kontratenórar (falsettusöngvarar) sem flytja þau verk sem samin voru fyrir geldinga. Sum hlutverk hafa einnig verið tónflutt niður um áttund fyrir tenórraddir. Lítið er vitað um aðgerðina, enda var hún ólögleg og enginn viðurkenndi opinberlega að framkvæma hana. Með því að fjarlægja eistu fyrir kynþroskaaldur og skerða testósterónframleiðslu líkamans urðu ekki sömu breytingar á barkakýli og raddböndum og hjá karlmönnum með eðlilega hormónastarfsemi. Hljómrými raddarinnar (e. vocal tract) stækkaði fyrir tilstilli vaxtarhormóna sem leiddi til hljómmikillar raddar. Þeir fengu mikla þjálfun í söngtækni, hljómborðsleik, tónfræðum og tónsmíðum og voru afbragðs tónlistarmenn upp til hópa. Margir þeirra lifðu stjörnulífi og nutu mikillar hylli. Farinelli var einn af dáðustu geldingum 18. aldar og bar hann af vegna hæfileika sinna á óperusviðinu.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42205


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Castrati-Songur geldinga i sogulegu samhengi.pdf539.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna