Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42211
Þyrilsnesið er umlukið vatni sem fellur frá himninum og flæðir í stöðugri hringrás án upphafs eða endis. Vatnið er bæði hluti af líkama mannsins og jörðinni sjálfri. Í verkefninu er hið arkitektóníska inngrip ferðalag í gegnum landslag Þyrilsness, þar sem upplifanir í tíma og rúmi endurnæra gestinn, í snertingu við vatnið, jörðina og himininn. Gesturinn ferðast eftir skýrum ási sem í fyrstu skerst í gegnum jörðina, en smám saman hækkar sig upp á við. Með hverju skrefi nær himninum fær gesturinn aukið rými til þess að tengjast hinu innra. Upplifunin virkjar skynfærin, þegar hún streymir í gegnum líkamann.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lárey_Hönnunargreining_Andrými_13.05.22.pdf | 84.69 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |