is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4222

Titill: 
  • Hugtakið lögsaga samkvæmt 1. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu
Titill: 
  • The Concept of Jurisdiction in Article 1 of the European Convention on Human Rights
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er framkvæmd eftirlitsaðila Mannréttindasáttmála Evrópu þegar reynir á hugtakið lögsaga í 1. gr. sáttmálans og túlkun þess. Fjallað er um þau mál, sem til koma vegna brota aðildarríkja sáttmálans, þegar athafnir þeirra eiga sér stað eða hafa afleiðingar utan eigin yfirráðasvæðis. Þá er fjallað um skilyrði 3. mgr. 35. gr. fyrir meðferðarhæfi kæru vegna tengsla milli lögsögu ríkis og valds Mannréttindadómstólsins til að fjalla efnislega um mál. Útgangspunktur ritgerðarinnar er ákvörðun Mannréttindadómstólsins um meðferðarhæfi kæru í máli Bankovic o.fl. gegn 17 aðildarríkjum, 12. desember 2001, sem talin er stefnumarkandi fyrir skýringu hugtaksins lögsaga í 1. gr. sáttmálans. Með hliðsjón af túlkunaraðferð dómstólsins í málinu er gerð grein fyrir helstu lögskýringaraðferðum Mannréttindadómstólsins og sérstök áhersla lögð á ákvæði 31.-33. gr. Vínarsamnings um milliríkjasamninga frá 1969. Dómaframkvæmd fyrir Bankovic-málið er reifuð með ítarlegum hætti og fjallað um þau skilyrði, önnur en samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar, sem samkvæmt dómstólnum verða að vera uppfyllt svo aðildarríki teljist hafa lögsögu utan yfirráðasvæðis síns. Þau eru annars vegar virk stjórn aðildarríkis yfir yfirráðasvæði annars ríkis, m.a. í skjóli hernáms síns og hins vegar vald og ábyrgð aðildarríkis yfir einstaklingi, sem staddur er utan yfirráðasvæðis þess. Sérstök áhersla er síðan lögð á forsendur dómstólsins í Bankovic-málinu og síðar rakin sú gagnrýni, sem niðurstaða málsins hefur sætt í fræðilegri umfjöllun. Því næst er gerð grein fyrir framkvæmd dómstólsins eftir títtnefnt Bankovic-mál og kannað hvort þróun hefur orðið í túlkun hugtaksins. Að lokum er lýst kenningu um lagalegt svæði sáttmálans (e. legal space, f. espace juridique), sem á rætur sínar að rekja til ákveðinna ummæla dómstólsins í Bankovic-málinu. Inntak kenningarinnar er að aðildarríki eigi einungis að geta haft lögsögu utan eigin yfirráðasvæðis, ef um ræði landsvæði annars aðildarríkis. Litið er til dómaframkvæmdar fyrir og eftir Bankovic-málið og þau mál borin saman til að kanna hvort kenningin eigi sér stoð í öðrum niðurstöðum dómstólsins.

Samþykkt: 
  • 7.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_Ritgerd_HL_fixed.pdf1.09 MBLokaðurHeildartextiPDF