is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42237

Titill: 
  • Annars konar skynjun á veraldarvefnum : algild hönnun á internetinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um það hvernig fólk með taugaþrosafrávik getur upplifað hamlanir á veraldarvefnum. Hér er meðal annars um að ræða raskanir á borð við ADHD, einhverfu og áráttu- og þráhyggjuröskun. Taugaþroskafrávikum fylgir gjarnan skynnæmni sem gerir það að verkum að litir, hljóð, hreyfingar og mynstur geta truflað notendaupplifunina og jafnvel skapað jaðarsetningu þar sem fólk á erfitt með að nálgast upplýsingar eða sinna erindum sínum á netinu. Hér er um heimildaritgerð að ræða þar sem leitað var að heimildum sem annars vegar gerðu fötlunarfræði og ólíkum taugaþroskafrávikum skil. Einnig var leitað heimilda um algilda- eða inngildandi hönnun og leitast við að skilja hvernig slík hönnun styður við þennan umrædda hóp notenda internetsins. Hugbúnaðarverkfræðingar, forritarar og hönnuðir hafa hingað til frekar einblínt á blinda, sjónskerta og heyrnarskerta. En svo virðist sem það örli á því að þeir leitist við að koma til móts við þann hóp fólks sem hefur taugaþroskafrávik. Ein af þeim leiðum sem sumir hafa farið er að setja ákveðin viðmið til að fara eftir. Hins vegar virðist sem lítið hafi verið rætt við þennan notendahóp þannig að viðmiðin eiga ekki alltaf við. Til eru síður sem notendur geta aðlagað að sínum þörfum en þannig síður gætu hentað þessum notendahópi enda er hann misleitur og útilokað að finna eina formúlu sem hentar öllum.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrunHannaOmarsdLove.pdf734.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna