Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42238
Rétt eins og í hverju einasta herbergi, í hverju einasta húsi, er megnið af hlutunum í herbergi unglingsstúlkunnar úr plasti. Mögulega safnast jafnvel enn meira plast í herbergi hennar heldur en í önnur herbergi, þar sem slík herbergi gegna gjarnan viðameiri hlutverki en önnur heimilisrými: Unglingsstúlkuherbergið er ekki bara svæði sem hún sefur í, heldur er það líka skrifstofan hennar, staður til þess að sinna persónulegri umhirðu með kremum og förðunarvörum ásamt því að taka á móti vinum, svo eitthvað sé nefnt. Eins konar sjálfstæð eining innan heimilisins. Í þessu lokaverkefni er togstreitan á milli umhverfiskvíða og plastneyslu unglingsstúlkunnar skoðuð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
julia_roomtour.pdf | 17.61 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |