Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42242
Fálkar hefur heillað mannfólkið í þúsundir ára. Þeir hafa verið notaðir í veiðar, tilbeðnir sem guðir og verið merki margra höfðingja og merkismanna. Hann hefur alla tíð verið áberandi í táknfræði Íslands, en í þessari ritgerð verður rýnt í tengsl Íslendinga við þennan merkilega fugl og skoðað hvernig hann varð sameiningartákn okkar á umbrotatímum. Auk þess verður saga þess hvernig fálkar urðu jafn verðmætir og eftirsóttir og raun ber vitni rakin. Snemma eftir landnám Íslands spurðist það út um alla heimsálfu hversu góða fálka landið hafði að geyma. Þeir konungar sem stjórnuðu hér létu senda sér fálka reglulega, sem voru mikil tekjulind fyrir þá, sem og mikilvægar gjafir til annarra þjóðhöfðingja. Saga fálkans í íslenskri táknfræði verður svo rakin í grófum dráttum. Margir merkilegir Íslendingar hafa haft fálka í innsiglum og skjaldarmerkjum sínum. Við upphaf sjálfstæðisbaráttunnar vildu svo margir að hann yrði tekinn upp sem tákn Íslands, en þeim þótti útflattur þorskur með kórónu ekki sæma landi og þjóð. Fálkinn prýddi á tímabili skjaldarmerki landsins og börðust sumir einnig fyrir því hafa hann á þjóðfánanum. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar voru erlendir fálkaþjófar tíðir gestir hér á landi og komu hingað til þess að smygla fálkaungum og eggjum úr landi. Farið verður svo yfir helstu firmamerki sem innihalda fálka og skoðað hvernig hann birtist okkur í dag. Fálkinn á sér langa og merkilega sögu, bæði hér á landi sem og erlendis. Hann var gríðarlega mikilvæg tekjulind þegar landið var að byggjast upp, eftirsóttur af höfðingjum út í heimi, auk þess að vera tignarlegur og fallegur fugl. Því er ekki að undra að hann hafi komið víða við í merkjum einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna í gegnum tíðina og að þjóðfrelsissinnar hafi viljað hafa hann sem tákn nýja sjálfstæða Íslands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
auduromars_baritgerd_2021.pdf | 23.78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |