is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42243

Titill: 
  • Hver hendir svona?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á söfnum er hlutum oft stillt upp sem heimildum um fyrri tíma. Þegar fólk skoðar söfn gerir það ráð fyrir að hlutirnir á safninu séu merkilegri en aðrir hlutir. Líkt og heimsókn á safn getur skoðunarferð í Góða hirðinum verið ferðalag aftur í tímann. Á söfnum stjórna safna- og fræðimenn ferðinni en í Góða hirðinum er hægt að finna ummerki fortíðar óritskoðuð. Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á menningarleg verðmæti frá ólíkum sjónarhornum. Til þess að gera menningarlegum verðmætum skil er fjallað er um menningararf og í hverju hugtakið felst. Auk þess er stuðst við kenningar Pierre Bourdieu um veruhátt og þær settar í samhengi við skoðanir okkar á verðmætum út frá persónulegri reynslu en einnig gildum þeirra samfélagshópa sem við tilheyrum. Rannsóknin byggist að mestu leyti á viðtölum við starfsfólk og fastagesti Góða hirðisins en auk þess verður gert grein fyrir söfnum hér á landi, hlutverki þeirra og skilgreiningum á menningarlegum verðmætum. Meginniðurstöður rannsóknar gefa það til kynna að menningarverðmæti verði til með sviðsetningu hversdagslegra hluta í merkingarbæru samhengi. Stundum eru hlutirnir ekki merkilegir nema sem hluti af einhverri heild. Á söfnum er sviðsetningin oft fólgin í fágaðri framsetningu hlutanna og upplýsingum sem renna stoðum undir mikilvægi þeirra. Aðföng safna tilheyrðu jafnvel fólki sem var mikils metið í þjóðfélaginu. Í Góða hirðinum eru þær forsendur ekki til staðar, þótt hlutirnir séu á einhvern máta menningarlega verðmætir bera þeir það ekki með sér. Að sama skapi og söfn vekja upp tilfinningar og minningar og tengja okkur við fólk og staði gera hlutirnir í Góða hirðinum það líka.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_sigrunkarlskristinar.pdf16.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna