is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42253

Titill: 
  • Prentsmiðja St. Franciskussystra í Stykkishólmi, 1952–1992
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • „Við erum frá Belgíu, Hollandi og Kanada, en erum prentarar á Íslandi, í einu prentsmiðju í heiminum þar sem eingöngu starfa nunnur“ er haft eftir systur Rósu Sterck í viðtali við Þjóðviljann árið 1980. Rósa lýsti í viðtalinu prentsmiðju kaþólsku kirkjunnar sem St.Franciskussystur ráku í Stykkishólmi á árunum 1952-1992. Fyrsta prentsmiðja St. Franciskusreglunnar var stofnsett árið 1889 í Vanves við París, þó er hugsanlegt að prentsmiðjan í Stykkishólmi hafi verið fyrsta prentsmiðja reglunnar þar sem eingöngu störfuðu nunnur og ætla má að þetta sé fyrsta kvenrekna prentmsiðjan á Íslandi. Konur voru ekki algengar í prentsmiðjum landsins og virðist karllægt andrúmsloft hafa verið ríkjandi ástæða fyrir fjarveru þeirra í greininni. Prentsmiðjan var frábrugðin öðrum prentsmiðjum á Íslandi ekki einungis vegna þess að hún var rekin af konum heldur þótti hún líka óvenju hreinleg og skipulögð. Blóm og plöntur prýddu alla glugga og hillur. Fuglahljómur fyllti rýmið í bland við taktfastar prentvélarnar. Helstu starfsmenn prentsmiðjunnar voru systir Rósa Sterck frá Belgíu, systir Petra frá Hollandi og systir Lucile frá Kanada. Lítið hefur verið fjallað um líf og áhrif St. Francisksystra sem störfuðu í Stykkishólmi um langt árabil, allt frá árinu 1935 til 2009. Á þessum árum árum ráku þær St. Franciskusspítala, heilsugæslu, skurðstofu, hjúkrun aldraðra, geðdeild, leikskóla á veturna, sumarbúðir fyrir börn úr Reykjavík á sumrin, frístundastarf ásamt prentsmiðju allt árið um kring.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmfríður-Benediktsdóttir-BA.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna