Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42255
Landið er snertipunktur fortíðar, nútíðar og framtíðar. Á Hvítanesi í austanverðum Hvalfirði birtist fortíðin okkur í gömlum stríðsminjum og merkjum í landslaginu sem gefa til kynna að áður hafi verið stundaður landbúnaður á svæðinu. Ágangur mannsins hefur herjað á landið í gegnum tíðina og raskað vistkerfinu. Í dag er landið ekki samt við sig. Til hefur orðið ný vistgerð á mótum ósnortinnar náttúru og manngerðs umhverfis. Fornleifastofnun hefur kveðið á um að landið sé ónothæft; það er fast í millibilsástandi. Er mögulegt að mannleg byggð gæti fært líf aftur í landið? Vistþorpið er lýðháskóli þar sem nemendur læra á landið og endurhugsa samband sitt við náttúruna í samtali við fortíðina. Samfélagið samanstendur af nemendum og starfsfólki sem vinnur saman að landgræðslu og endurheimt vistkerfa. Horft er til framtíðar með hliðsjón af fortíðinni og landið er í fyrirrúmi.
The ground is the medium of the past, present, and future. On Hvítanes in eastern Hvalfjörður, the past is ever-present in military ruins and agriculturally tamed land. Human intervention on the land has disturbed the ecosystem, and ever since, the ground has been unrecognizable from before human settlement. The Icelandic archeological institute has declared the site unusable; it’s stuck in between. Is it possible that a human settlement could bring life back to the land? The village is a folk high school where pupils learn to work for the land and rethink their relationship with the past by taking part in soil reclamation and rewilding of ecosystems—acting for the future while taking precedence over the past of the ground.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hö-bók-Snorri Vignisson.pdf | 10,49 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |