Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42260
Í þessu verkefni bjó ég til nýtt kennsluefni í kvikmyndagerð og kvikmyndalæsi fyrir nemendur á miðstigi grunnskóla. Ritgerðin er tvískipt og fjallar annars vegar um hugtakið „kvikmyndalæsi“ og hinsvegar um kennsluefnið. Árið 2020 var gefin út Kvikmyndastefna til ársins 2030 þar sem m.a. er fjallað um endurskipulagningu náms í kvikmyndagerð á öllum skólastigum. Í kaflanum um menntun í grunnskólum kemur fram að kenna eigi „mynd- og miðlalæsi“. Hins vegar var hugtakið „kvikmyndalæsi“ einnig notað í þeim skjölum sem unnin voru í aðdraganda Kvikmyndastefnunnar. Þetta hugtak vantar í Kvikmyndastefnu til ársins 2030. Sú áhersla sem undanfarið hefur verið lögð á viðbrögð við nýrri tækni er líkleg orsök breytt orðalags. Við hvarf hugtaksins „kvikmyndalæsi“ úr kaflanum sem snýr að menntun í grunnskólum er hætt við að kvikmyndakennsla í grunnskólum fari að snúast um greiningu kvikmynda í stað þess að kenna nemendum að njóta þeirra. Kvikmyndafræði skiptir nálgun á kvikmyndir í þrjár stefnur; „kvikmyndir sem listform eða tilbúningur“, „kvikmyndir sem raunveruleiki“ og „kvikmyndir í nútímalegum skilningi eða sem fyrirbærafræðileg upplifun“. Þessar þrjár leiðir til þess að hugsa um kvikmyndir gefa að mínu mati vísbendingu um að mikilvægt sé að kenna kvikmyndir á sem fjölbreyttastan máta í grunnskólum.
Í síðari hluta ritgerðinnar kynni ég námsefnið. Þetta námsefni er í formi forskriftar 15 fjölbreyttra kennslustunda í kvikmyndagerð. Kennslustundirnar eru hugsaðar þannig að listkennarar í grunnskólum geti kennt þær þrátt fyrir að vera ekki sérstaklega menntaðir í kvikmyndagerð. Ekki er nauðsynlegt að kenna þær allar í einni kennslulotu heldur er efnið þannig samið að hægt er að kenna einstakar kennslustundir. Það er mín skoðun að með því að kenna nemendum eiginlega kvikmyndagerð séu þeir mun líklegri til fá áhuga á kvikmyndum sem listgrein og skilja betur frásagnarformið. Í lok ritgerðar fjalla ég um tilraunarkennslu tveggja kennslustunda úr námsefninu í fimmta og sjötta bekk.
This project contains new lessons in filmmaking and film literacy for elementary students. The paper has two parts, first it deals with the concept of “film literacy” and secondly it presents the new filmmaking lessons. In 2020 the document Icelandic Film Policy from 2020 to 2030 was published, a document that among other things deals with the total reconstruction of film education in Iceland. In the Icelandic version of the document the passage concerned with elementary education says that the plan is to teach “image and media literacy”. The concept “film literacy”, a concept prominently used in documents leading up to the Film Policy, is nowhere to be found. A likely explanation for its absent is public focus on problems concerning new technologies. But in leaving out the concept “film literacy” in a chapter that shapes the future of elementary film education we run the risk of making film education about analyzes of video and not the enjoyment of films. Film theory is traditionally divided into three different schools of thought; “films as art or as recreation”, “films as reality” and “a contemporary film theory or a phenomenological way of thinking about films.” These three different ways of thinking about films suggest, in my opinion, that it is important to teach films in a diverse manner.
In the second part of the paper I present new lessons in filmmaking and film literacy for students in elementary school. These are recipes for 15 diverse lessons in filmmaking, planned so teachers that don’t have a formal background in films or film education can teach them. The lessons don’t have to be taught in a sequence, as most of them can also be taught as single lessons. I believe that teaching filmmaking is a very effective way to get students interested in films as an art form, as well as it helps them to understand the rules of visual storytelling. The paper ends on a report of my experience teaching two of the lessons to students in fifth and sixth grade.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skemma_Lokadrög_Hallur lokaritgerd.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Námsefni í kvikmyndagerð-1.pdf | 8.33 MB | Lokaður til...01.06.2099 | Viðauki |
Athugsemd: Aðgangur að námsefninu er lokaður hér á Skemmu.is, en námsefnið verður gert opinbert innan skamms á örðum vettvangi.