is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42268

Titill: 
  • Páll Cecil - Greinargerð um útskriftarverk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á samspili tónlistar og myndefnis. Í gegnum tíðina í mínum tónsmíðum hefur mér oft fundist gaman að sjá fyrir mér sjónrænt þær aðstæður sem gætu tengst tónverkum – og að sama skapi í öfugri röð, þar sem sjónrænn heimur hefur áhrif á tónsköpun. Þá hef ég gjarnan gert mér í hugarlund einhvern atburð eða staðsetningu sem hefur síðan áhrif á hvernig tónlist ég skapa. Tónlist og myndefni eru tvö atriði sem staðið geta ein og sér verið sterk sem slík. Þegar þau hins vegar mætast og mynda samband getur hvort tveggja lyft hinu upp til muna og skapað enn magnaðari upplifun. Við getum gjarnan náð betri tengingu við myndefni þegar tónlist er til staðar – svo sem í kvikmyndum – og að sama skapi getur notkun myndefnis dýpkað tónlistarupplifun þess sem hlustar, t.d. í tónlistarmyndböndum. Þegar kemur að sköpun lista og þeirra fjölmörgu miðla sem snertir listformið myndi ég halda að engir tveir miðlar ættu betur saman. Samspil þessara listforma þykir mér afar spennandi og vildi ég gjarnan kanna það betur sem viðfangsefni útskriftarverksins.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð um útskriftarverk - Páll Cecil - LHÍ - Haust 2021.pdf33.46 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna