is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4227

Titill: 
  • Í viðjum náttúrunnar. Um afhelgun ástarinnar í Tídægru eftir Giovanni Boccaccio
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bókmenntaverkið Decameron eða Tídægra, eftir miðaldaskáldið Giovanni Boccaccio sem var uppi um miðbik 14. aldar, sprettur upp úr evrópskum bókmenntaarfi fornaldar og miðalda. Boccaccio sótti formgerð sagnanna víða að og sameinaði ríkjandi sagnahefð riddarabókmennta, ljóðsagna, miðaldaævintýra, fábylja og nóvellunnar í þessu veigamikla verki. Að sama skapi verður verkið mjög íburðamikið þar sem það tekst á við samfélagsgerðina og mannlegar tilfinningar. Viðfangsefni verksins er ástin og birtingarmynd hennar. Ástin í Tídægru birtist meðal annars sem náttúruleg ást. Í sögunum er ástin margslungið afl sem torveldar sögupersónum að sniðganga langanir sínar sem stangast á við ríkjandi siðferðishugmyndir.
    Ástin í verkinu er tvíblendin. Um leið og hún virkar sem hástemmd rómantísk ást er grafið undan henni og henni snúið í andstöðu sína. Hin æðri náttúrulega ást á það til að birtast sem holdleg ást, og sett fram með grótesku myndmáli. Boccaccio afbakar ekki einungis ástina og samfélagsgerðina heldur lýsa sögur hans oft konunni og kirkjunnar mönnum á mjög lágkúrulegan hátt. Þá eru það yfirleitt konur eða kirkjunnar menn sem falla fyrir holdlegri fýsn og brjóta þar með viðmið og gildi samfélagsins. Að sama skapi er gefið í skyn að þegar ástina ber að garði verði ekki hjá henni komist, hvorki andlega né líkamlega, þar sem hún lætur illa að stjórn.
    Ritgerðin fjallar um birtingarmynd ástarinnar í Tídægru og er sjónum beint að því hvernig Boccaccio vinnur með ríkjandi samtímahugmyndir um ástina og orðræðu hennar. Leitast er við að sýna fram á hvernig Boccaccio afbyggir ríkjandi hugmyndir bókmenntahefðar miðalda um ástina og dregur hana niður á plan sem einkennist af lágmenningu.

Samþykkt: 
  • 7.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_fixed.pdf438.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna