Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42270
Ný kynslóð sviðslistafólks hóf að kalla sig sviðshöfunda þegar braut fræða og framkvæmda við Listaháskóla Íslands var endurnefnd árið 2013. Síðan þá hefur titillinn fengið frekara pláss í samfélagsumræðunni, allavega innan ákveðinnar kreðsu, og bendir ekkert til þess að sú notkun fari dvínandi. Haustið 2021 var hann fyrst notaður í leikskrá í stofnanaleikhúsi þegar Jóhann Kristófer Stefánsson var titlaður sviðshöfundur í uppsetningu Borgarleikhússins á Þéttingu hryggðar eftir Halldór Halldórsson. Önnur dæmi eru auglýsingar Borgarleikhússins eftir samstarfsaðilum fyrir Umbúðalaust, leikritasmiðja á sviðslistahátíðinni Lókal og Tóma rýmið, nýtt leikhúsrými í Skerjafirði.
Áður en brautin var endurnefnd sviðshöfundabraut var titillinn sviðshöfundur ekki til, í það minnsta ekki í þeirri merkingu sem skólinn lagði upp með. Það vekur upp spurningu hvort Listaháskólinn hafi eignað sér táknrænt vald yfir titlinum, þar sem hann fæst ekki skilinn nema í samhengi við skólann. Til að rannsaka það verður stuðst við kenningar Pierre Bourdieu um menningarauð og táknrænt vald, en samkvæmt honum birtist auðmagn ekki einungis fjárhagslega, heldur einnig með táknrænum hætti. Þá verða hugtök hans um habitus og svið (e. field) yfirfærð yfir á það félagslega rými sem nemendur skólans mótast við. Einnig verður það notað til að fjalla um sjálfstæðu sviðslistasenuna, en hún tekur oftar en ekki við nemendum sviðslistadeildarinnar að lokinni útskrift.
Að lokum verður spurt hvort þessi titill sé réttur, og hvort hann eigi yfir höfuð að vera til. Engir sambærilegir titlar eru notaðir í nágrannalöndum okkar, og því engar brautir nefndar eftir honum. Þá er sérstaklega skoðuð braut við konunglega sviðslistaskólann í Kaupmannahöfn sem ber nafnið: „Iscenesættelse.“ Hún myndi þýðast sem „sviðsetning“ á íslensku, en hún er byggð að mörgu leyti upp á sama hátt og sviðshöfundabrautin hérlendis. Munur liggur þó á að í því námi velja nemendur sér sérhæfingu, og geta því útskrifast þaðan með titil sem vísar í hana. Á sviðshöfundabraut er engin sérhæfing í boði, heldur fá nemendur að kynnast ólíkum aðferðum við samsetningu sviðsverka. Á að titla fólk sem hefur lært smávegis í mörgu en ekki mikið í neinu með einhverju sérstöku heiti? Eða þarf Ísland að þroskast sem sviðslistaþjóð og læra að því þandari og teygð sem mörk sviðslista eru, því flóknari og torskilnari titla þarf að búa til?
A new generation of performing artists started calling themselves theatre and performance makers (i. sviðshöfundur) when a programme at the Icelandic University of the Arts called ‘Theory and practice’ was renamed in 2013. The title has since then grown in the general discussion of society, at least within a certain circle, and there is nothing to suggest that its usage will decrease. In the fall of 2021 it was first used in a playbill by an institutional theatre in Iceland when Jóhann Kristófer Stefánsson was titled ‘sviðshöfundur’ in Reykjavík City Theatre’s production of Þétting hryggðar by Halldór Halldórsson. Other examples of its usage are the Reykjavík City Theatre’s auditions for ‘Umbúðalaust,’ a stage for younger performing artists, a playwriting workshop at Lókal theatre festival and Tóma rýmið, a new stage in Skerjafjörður, Reykjavík.
Before the programme was renamed, the title ‘sviðshöfundur’ did not exist in the Icelandic language, at least not in the way the school intended. That begs the question of whether the Icelandic University of the Arts appropriated symbolic power over the title, since the title can only be understood in the context of the school. Pierre Bourdieu’s theories of cultural capital and symbolic power will be used to answer that question, but according to him does power not only appear economically, but also symbolically. The terms of habitus and field will be used to examine the social circumstances in which the students of the school are shaped. It will also be used to discuss the independent theatre scene in Iceland, but that is more often than not the students’ working field after graduation.
Finally, it is asked whether the title is correct for its newfound usage, and whether it should even exist. No comparable titles are used in neighbouring countries, and therefore no programmes are named after it elsewhere. A programme called ‘Iscenesættelse’ at the Danish National School of Performing Arts will be specially examined in this context. It would translate to ‘staging’ (i. sviðsetning), and is in many ways structured in the same way as the Icelandic programme ‘sviðshöfundabraut’. The main difference lies in the way students choose specializations, but in Denmark students can theoretically graduate using the corresponding title of their specialization. There is no specialization available when studying at ‘sviðshöfundabraut,’ but students get acquainted with different methods of theatre and performance making. Should people that learn a little in everything, but not much in anything specifically, have a specific title at all? Or has Iceland to grow as a nation of the performing arts and learn that with more experiments of the boundaries of theatre and performance, the more complex the artist’s titles become?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd-Magnus-Thorlacius-lokaskil.pdf | 496,24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |