is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42275

Titill: 
  • Hvernig nýttust aðferðir úr leikaranámi við LHÍ Arnóri Björnssyni í lokaverki leikara 2022
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um leiklistaraðferðir sem ég, Arnór Björnsson, notaði til að hjálpa mér í undirbúningsferli Hamlets, útskriftarverks leikaranema við LHÍ árið 2022. Ég greini hvernig ýmsar leiktúlkunaraðferðir, leiktúlkunaræfingar og leiktúlkunarkenningar nýttust mér bæði á sviði og á æfingum. Ég notast við þrjár leiklistabækur: Directing Actors eftir Judith Weston, The Actor and the Target eftir Declan Donnellan og Actions: The Actors Thesaurus eftir Marina Caldarone og Maggie Lloyd Williams. Einnig notast ég við handritið af Hamlet í þýðingu Þórarins Eldjárns og þrjú viðtöl við kennara úr Listaháskóla Íslands: Birgi Örn Steinarsson gestakennara við Listaháskóla Íslands (tekið upp 27.05.2022), Snæbjörgu Sigurgeirsdóttur raddkennara við Listaháskóla Íslands (tekið upp 09.05.2022) og Völu Ómarsdóttur hreyfikennara við Listaháskóla Íslands (tekið upp 30.05.2022) Niðurstaða ritgerðarinnar er að aðferðir sem ég lærði úr skólanum nýttust mér frá fyrsta degi til þess síðasta í undirbúningsferlinu þó ég hafi nýtt mér þær í bland við eigin aðferðir og þekkingu sem ég öðlaðist fyrir námið.

Styrktaraðili: 
  • Gerði alveg sjalfur :)
Athugasemdir: 
  • Engin athugasemd :)
    Nema kannski: Góða skemmtun að lesa :)
Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnor lokaritgerð lokaútgafa..pdf205.3 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna