is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42279

Titill: 
  • Að hvaða marki getur leikari réttlætt huglægar og líkamlegar gjörðir siðblindar persónu sinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þær vangaveltur og hugmyndir sem höfundur hefur spurt sjálfan sig að í nokkurra vikna ferli við uppsetningu leikritsins Hamlet eftir William Shakespeare sem Nemendaleikhúsið, í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Menningarfélag Akureyrar og Þjóðleikhúsið, sýndi í maí og júnímánuði 2022. Þessar hugleiðingar beinast þá aðalega að einu aðalhlutverki verksins, Kládíusi, sem ritgerðarhöfundur lék og hversu langt hann sem leikari gæti réttlætt huglægar og líkamlegar gjörðir persónunnar. Þá er farið í saumana á verkinu og höfundi þess sem og akademíska sálfræði í siðferðislegum skilningi, og þeirri leit að skilja sálarlíf karaktersins. Karaktersköpunin var sérstaklega unnin út frá þeim lærdómi síðastliðinna þriggja ára sem höfundur aflaði sér í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands. Grúskað var í gömlum glósubókum til þess að fá innblástur fyrir aðferðum og hugarástandi leikarans á meðan ferlinu stóð. Þrátt fyrir að vinna leikarans snúist aðalega um að gera ímyndaðar aðstæður og skáldaðar persónur sem raunverulegastar þá getur þó reynst leikaranum erfitt að leika þung hluverk og er þessi ritgerð útskýring á því hvernig hann geti réttlætt það að leika jafn mikið illmenni og Kládíus er. Vitnað er í reynslumikla íslenska leikara sem og sérfræðing í klíniskri sálfræði. Einnig ritar höfundur mikið um sína eigin reynslu við uppsetningu leikritsins.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42279


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Starkaðar Péturssonar (1)-converted.pdf286.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna