Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42280
Í þessu verkefni notast ég við og rannsaka hvernig myndasagan gagnast í skólastarfi. Viðfangsefnið er tvíþætt, annars vegar er það innihald sögunnar. Þar fer ég yfir eigin skólagöngu og skoða námsferilinn í samhengi við kennslufræðin þar sem ég hef aðkomu sem nemandi, kennari og listamaður. Hins vegar er það myndasöguformið sjálft sem er til skoðunar og hvernig frásagnarmáti þess og myndmál þess nýtist við að koma þekkingu og fróðleik til skila. Mitt aðalframlag í verkefninu er byggt á reynslu minni sem höfundur samfélagslegs skops og myndskreyttra bóka af öllu tagi síðastliðin 30 ár. Þannig er verkið líka einskonar listrannsókn þar sem mín eign listsköpun er dregin inn á svið kennslufræðinnar. Einnig legg ég starfskenningu mína sem kennari á borð þar sem ég leitast við að koma óvæntum fróðleik að í sögunni á sambærilegan hátt og getur átt sér stað í kennslustofunni.
Við gerð myndasögunnar viðaði ég að mér heimildum úr ýmsum áttum til að dýpka á útkomunni. Átti samtöl við fyrrum samnemendur sem gátu gefið minningum mínum aukið vægi. Í sumum tilvikum staðfestu þessi samtöl það sem mig minnti og í öðrum tilvikum fengu þau mig til að endurmeta og setja í nýtt samhengi. Ég talaði við sálfræðing um áreiðanleika minninga og leitaðist við að láta fræðilegar vísanir endurspeglast í frásögninni.
Titill verksins Hvað nú? ber með sér spurningu og segja má svarið mótist í framvindu verksins þar til í lokin og að niðurstaða fæst. Að menntun bjóði okkur upp á val. Mitt mat er það að í þeirri niðurstöðu kjarnist leitandi tónn þessarar myndasögu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvað nú-Greinargerð.pdf | 406.78 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Hvað nú? Myndasaga um menntun.pdf | 240.38 MB | Opinn | Myndasaga | Skoða/Opna |