is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42289

Titill: 
  • Að túlka Hóras með Chekhov tækni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig hægt er að nota leiktækni Michael Chekhovs til að túlka hlutverkið Hóras í leikverkinu Hamlet eftir William Shakespear sem sett var upp af 3. Ári leikarabrautar við Listaháskóla Íslands vorið 2022. Farið verður yfir, í mjög stuttu máli, greiningu á persónunni, þá erfiðleika sem gætu komið upp þegar verið er að túlka hana á sviði og persónulegar áskoranir við leikaravinnuna. Rýnt verður í tilgang persónunnar í verkinu í heild sinni og mögulegan uppruna nafnsins, Hóras. Eins er fjallað um söguna og áhrif persónunnar á hana. Megin atriði ritgerðarinnar fjalla um notkun leiktækni Michael Chekhovs og hans helstu hugtök, á borð við „ímyndaði líkaminn“, „Ímyndaða miðjan“ og „sálrænan gjörning“ sérstsklega tekin fyrir og útskýrð. Farið verður yfir hvernig hægt er að nota þessi verkfæri Checkovs til þess að túlka persónur á sviði, hvaða áhrif þau hafa á leikarann, túlkunina, sviðsframkomu og heildarmynda og hvaða hindranir gætu mögulega átt sér stað í ferlinu. Þá er einnig farið yfir hvernig þessi tæki og tól geta nýst við áframhaldandi þróun eftir að æfingarferlinu lýkur og sýningar taka við. Að lokum verður greint frá því hvaða breytingar áttu sér stað og hvaða áhrif þær höfðu á leikarann, persónuna og tengsl hennar við aðrar persónur í verkinu sem og söguna í heild.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að túlka Hóras með Chekhov Tækni.pdf483.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna