is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/42290

Titill: 
  • Ertu lærð?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi meistararitgerð fjallar um eigindlega viðtalsrannsókn sem gerð var um viðhorf foreldra leikskólabarna til náms leikskólakennara. Velt var upp spurningum eins og hve miklu máli það skipti foreldra að hafa leikskólakennara í leikskólum barna sinna og hvort foreldrar gætu hugsað sér að þiggja pláss þar sem enginn væri leikskólakennari nema skólastjórinn. Rætt var við tíu foreldra, þar af níu af höfuðborgarsvæðinu og eitt á Norðurlandi. Sögulega séð er leikskólakennarastéttin tengd uppeldi og umönnun fremur en kennslu eins hún hefur verið lengst af, til dæmis í grunnskólum. Einnig er ímynd stéttarinnar samofin hefðbundnu fjölskylduhlutverki kvenna í sögunni sem uppalenda. Sem leið í baráttu til hærri launa og meiri virðingar hefur leikskólakennarastéttin lagt áherslu á meira nám sér til handa og er nú krafist fimm ára háskólanáms til meistaraprófs til að öðlast starfsréttindi sem leikskólakennari. Niðurstöður þessara viðtala sýndu að nær allir foreldrarnir í rannsókninni kusu að hafa leikskólakennara á deildum barna sinna. Hins vegar var gæsluhlutverkið alltaf ofar á forgangslistanum frekar en krafa um að leikskólakennari væri að leiða kennslu og starf með börnunum. Þörfin á öruggu leikskólaplássi til að geta sótt vinnu áhyggjulaust, óskin um félagsskap fyrir börnin og tilbreytingin sem leikskóli veitir, voru mikilvægari en að hafa leikskólakennara við stjórnvölinn á deildinni.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErtuLærð.9.6-ÓG_loka_skjal.pdf531.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna