is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42291

Titill: 
  • Stöpull listamannsins : myndhverfing um valdið til að skilgreina list
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Listamaður er gildishlaðið hugtak og margt hefur verið skrifað um hugmyndir okkar um hvað geri listamann að listamanni, hvert sé hlutverk listamanns og hvað skilgreini list. Í þessari ritgerð er varpað fram myndhverfingu um að list og ímynd listamannsins eigi í órjúfanlegu sambandi þar sem hvort reisir stöpul undir annað, huglægan stöpul listamannsins. Framsetning listar er skoðuð sem enn annars konar stöpull, félagslegt kerfi þar sem skynjun áhorfandans staðfestir tilvist listaverksins og upphefur þar með listamanninn, sem aftur er háður þessari staðfestingu og ímynd. Afstöður nokkkurra listamanna á borð við Ragnar Kjartansson, Gilbert og George og Tracy Emins til listarinnar eru skoðaðar, þar sem listin verður jafnvel lífsafstaða í sjálfu sér, og sú afstaða borin saman við mína eigin stefnuskrá. Ég tek undir afstöðu þessara listamanna og set í samhengi við hugmyndir ritgerðarinnar þannig að sjálf mitt og sviðsetning verða órjúfanlegir hlutir hvors annars. Reynsla mín af þátttöku í Eurovision verður skoðuð með hliðsjón af hugmyndum um ímyndarsköpun og ætlað hlutverk samtímalistamanna sem og þær kröfur sem áhorfendur gera með eitt eða annað meint hlutverk í huga. Tíðarandi og hlutverk listamannsins á tímum einstaklingshyggju og markaðsafla verða rædd stuttlega sem og hugmyndir um listamanninn sem óttalausan ögranda, siðferðisriddara, framhald af síðkapítalismanum eða meintan snilling. Þá verða tekin fyrir þrjú dæmi um verk eftir mig þar sem unnið er með sjálfan mig strúktúra sem minna á stöpla. Niðurstaðan er sú að stöpullinn er bundinn listamanninum og öfugt en að listin sjálf sé skilgreind í samskeytum listaverks, persónu listamannsins, skynjun áhorfandans, aðstæðum framsetningarinnar og hugmyndum um hugtakið listamaður en allir verka þessir þættir á víxl og renna stoðum undir stöpul listamannsins.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42291


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klemens.Hannigan_BA.ritgerð & Greinagerð.2022.pdf160.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna