is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42295

Titill: 
  • Listsköpun við eldhúsborðið : að opna fyrir listsköpun í hversdagslífi barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fer ég yfir fræðilegan bakgrunn þess hver áhrif listsköpunar er á þroska barna og mikilvægi umhverfis í því samhengi. Ennfremur fjalla ég um ferlið á bak við bókina Listasmiðja sem er bók með skapandi verkefnum fyrir börn. Bókin er ætluð heimilum og markmið hennar er að opna fyrir listsköpun í hversdagslífi barna. Í bókinni legg ég áherslu á að listsköpunin sé aðgengileg hvað varðar efnivið og þekkingu. Þess er gætt að efniviður sé opinn og auðvelt að nálgast og að ekki þurfi sérfræðikunnáttu til þess að styðja við listsköpun barna. Verkefnin eru einfölduð í les- og myndmáli með því að brjóta þau upp í skref. Verkefnin eru til þess fallin að auðvelt er að yfirfæra aðferðir og efnisval á áframhaldandi sköpun útfrá eigin forsendum. Í ritgerðinni beini ég sjónum mínum að því að börnum séu búnar aðstæður og tækifæri til listsköpunar í nærumhverfi sínu. Listsköpun getur haft margvísleg áhrif á einstaklinga og er í eðli sínu sjálfmiðað ferli. Innri þættir virkjast eins og sjálfið, ímyndun og hugsun ásamt því að tæknileg færni þroskast. Að opna fyrir listsköpun inni á heimilinu hefur í för með sér aukna samveru og samvinnu innan fjölskyldunnar. Listsköpun felur í sér innihaldsríka reynslu þar sem þátttakandinn er virkur skapari en ekki aðeins móttakandi upplýsinga með engin áhrif.
    In this dissertation, I review the theoretical background of the impact of art creation on children's development and the importance of the environment in that context. Furthermore, I discuss the process behind the making of the book Listasmiðja, which is a book with creative projects for children. The book is intended for families and its goal is to enrich art creation in children's everyday lives. In the book, I emphasize that the art projects are accessible in terms of materials and knowledge. I take care to ensure that the art mediums are open-ended and easy to access, and that no specialist knowledge is required to support children's artistic creation. The art projects are simplified by breaking them down into steps using text and images. The projects are designed to make it easy to transfer methods and materials to continued creation based on one's own criteria. In the dissertation, I focus on the fact that children are given the conditions and opportunities for art making in their immediate environment. Art creation can have a variety of effects on individuals and is by its nature a self-directed process. Internal factors are activated, such as the self, imagination and cognition, as well as the development of technical skills. Opening up for art creation within the home results in increased togetherness within the family. Art creation involves a meaningful experience where the participants are active creators and not just passive recipients.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listskopunvideldhusbordid.pdf382,37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
LISTASMIDJA_KKG_FINAL_2022.pdf19,09 MBLokaðurBókPDF