is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42298

Titill: 
  • Ófelía í Hamlet : vandasöm valdefling á viðkvæmri kvenhetju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um útskriftarverkefnið mitt á leiklistarbraut í Listaháskóla Íslands sem fól í sér túlkun mína á persónunni Ófelíu í leikritinu Hamlet eftir William Shakespeare. Útskriftarverkið Hamlet var æft og sýnt í Leikfélagi Akureyrar og í Kassanum í Þjóðleikhúsinu vorið 2022 undir leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Sem leikaraefni hafði ég það markmið að fást við viðkvæmt kvenhlutverk Ófelíu sem oft hefur haft það orð á sér að vera óspennandi hlutverk þar sem hún er ekki eins heildstæður karakter og aðrar persónur í verkinu. Þrátt fyrir að vera áhrifamikil persóna þá ræðst hennar framvinda nær alfarið á undirgefni við karlmennina í lífi hennar. Ég hafði gríðarlegan áhuga á því að taka að mér þetta hlutverk og rannsaka hvort og hvernig hægt væri að valdefla hana gagnvart upplifun áhorfandans án þess að breyta byggingu og texta verksins. Í þessari ritgerð rýni ég í þessa þöglu söguhetju og fer yfir þær aðferðir sem ég beitti í þeirri viðleitni að gefa henni meira bit og vitsmunalegt vægi innan uppsetningarinnar.

Samþykkt: 
  • 23.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/42298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ófelía í Hamlet.docx.pdf230.47 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna