is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4230

Titill: 
 • Samanburður á notkun geðlyfja fyrir og eftir jarðskjálfta á Suðurlandi 2008
 • Titill er á ensku Psychotropic drug utilization before and after an earthquake in south of Iceland in 2008
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Stórir jarðskjálftar geta vakið mikla hræðslutilfinningu hjá fólki og jafnvel ógnað lífi þess. Það fer meðal annars eftir stærð skjálftans og eyðileggingarmætti hans hversu mikil áhrif hann hefur til langs tíma á geðheilsu fólks. Áfallastreituröskun, þunglyndi, svefntruflanir og aðrir sálrænir kvillar geta komið fram í kjölfar hörmunga eða annarra áfalla. Stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi þann 29. maí árið 2008 sem ógnaði lífi fólks og olli töluverðum skemmdum. Til allrar hamingju lést enginn í skjálftanum né slasaðist alvarlega. Stór jarðskjálfti sem þessi, auk hættu á eftirskjálftum, olli nokkurri hræðslu og því mátti búast við töluverðum áhrifum á geðheilsu fólks eftir atburðinn.
  Í þessari rannsókn er ætlunin að kanna hvort notkun geðlyfja hafi aukist hjá 0-69 ára íbúum jarðskjálftasvæðis í kjölfar skjálftans.
  Íhlutunartímaraðagreining var gerð með fjölbreytu aðhvarfsgreiningu á gögnum úr lyfjagagnagrunni landlæknis á mánaðarfresti. Algengi og nýgengi róandi og kvíðastillandi lyfja (N05B (ásamt N03AE)), svefn og róandi lyfja (N05C) og þunglyndislyfja (N06A) var mælt. Tvö viðmið eru notuð í rannsókninni, annars vegar lyfjanotkun íbúa alls landsins nema þeirra sem bjuggu á jarðskjálftasvæði og hins vegar notkun HMG CoA redúktasa hemla, en notkun þeirra ætti ekki að breytast við íhlutun eins og jarðskjálfta. Lyfjanotkun fyrir og eftir skjálftann var einnig rannsökuð eftir kyni og aldri.
  Geðlyfjanotkun reyndist ekki hafa aukist hjá íbúum jarðskjálftasvæðis eftir jarðskjálftann miðað við viðmiðunarhóp. Enginn munur sást milli kynja og lítill munur eftir aldri.
  Þrátt fyrir smávægilega skráningargalla reyndist lyfjagagnagrunnur landlæknis vera gott tól til rannsóknar af þessu tagi. Athyglisvert var að sjá aukningu í notkun lyfja í ATC flokkum N05B (ásamt N03AE), N05C og að hluta til N06A fyrir viðmiðunarhóp (allt landið) eftir jarðskjálftann en þess ber að geta að í október 2008 skall á fjármálakreppa hérlendis og gætu áhrif hennar því verið að koma fram. Þessi áhrif þarf að rannsaka betur.
  Big earthquakes can be terrifying for people who experience it. Long-term influences on mental health depends on the magnitude of the earthquake and how much damage it causes. After such disasters, psychological problems such as post-traumatic stress disorder (PTSD), depression and sleep disturbances may appear. On the May 29 2008 a big earthquake hit the south of Iceland. Fortunately there were no deaths or serious injuries but it caused considerable material damage. The earthquake and the risk of aftershocks caused fear among the residents which could affect mental health in the population.
  The aim of this study is to examine whether use of psychotropic drugs had increased among 0-69 year old residents of the affected area after the earthquake.
  Segmented regression analysis of interrupted time series data was used to analyze data from the Icelandic Pharmaceutical Database (IPD) on a monthly basis. Prevalence and incidence of anxiolytic use (N05B (and N03AE)), hypnotics and sedatives (N05C) and psychoanaleptic (N06A) was mesured. Two reference time series were used, firstly, the medication use of all 0-69 year old residents of Iceland minus the residents of the affected area and secondly, the use of HMG CoA reductase inhibitors. Medication use before and after the earthquake was also examined with regard to gender and age.
  Psychotropic drug use did not appear to increase among residents of the affected area after the earthquake compared to the control group. No difference was seen according to gender or between age groups.
  Despite minor registration errors in the IPD it appeared to be an important tool for this kind of research. In October 2008, a financial crisis started in Iceland which could partly be responsible for an increase in incidence and prevalence in ATC classes N05B (and N03AE), N05C and partly for N06A after the earthquake among the control croup. This has to be further investigated.

Samþykkt: 
 • 7.1.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
auka_fixed.pdf1.14 MBLokaðurHeildartextiPDF