Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/42300
Þessi ritgerð er greining á verkunum Radio Ballet eftir LIGNA og The Show Must Go On eftir Jerome Bel. Fjallað er um hvernig þessi ólíku verk skoða regluverk rýmanna sem þau eru sýnd í og gera tilraun til þess að grafa undan þeim. Með nálgun sinni benda verkin á félagslegu, menningarlegu og pólitísku kóreógrafíuna sem rýmunum fylgir og leitast við að svara spurningunni; Hver má hreyfa sig, hvar og hvernig?
Verkin tvö eru hér greind út frá hugmyndum André Lepecki um Choreopolice og Choreopolitics, kenningum Michel Foucault um alsæisbygginguna og hinn auðsveipna líkama (e. Docile body) og skrif Judith Butler í Performative Acts and Gender Constitution.
Rannsóknin setur fram þá hugleiðingu að eiginleiki manneskjunnar til kóreógrafískrar hugsunar sé öflugasta herbragð hennar í lífsbaráttunni. Með henni samstilla manneskjurnar sig og mynda samfélag. Í samstillingunni felst einnig læsing. Þú fylgir reitunum sem þér er ætlað að fylgja og forðast feilsporið, frávikið. Þó, einmitt með samstillingunni, getur fjöldinn farið gegn ríkjandi kóreógrafíu. Verkin Radio Ballet og The Show Must Go On skoða annars vegar stöðu einstaklingsins og frelsi hans til hreyfingar, og hins vegar félagslegrar og stýrðrar kóreógrafíu hjarðarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA–Hver má hreyfa sig, hvar og hvernig?.pdf | 694,25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |